fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Dæmdur barnaníðingur starfar enn sem ökukennari

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem áður hefur hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdætrum sínum starfar enn í dag sem ökukennari. Hann var aldrei sviptur réttindum sínum og hefur starfað sem ökukennari í tugi ára. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fram kemur að ökukennarinn sem um ræðir hafi hlotið dóm fyrir brotin í Hæstarétti um miðjan tíunda áratuginn. Voru brotin stórfelld og stóðu yfir í á fimmta ár, frá árinu 1982 til ársins 1987.

Fram kemur að ef að um stórfelld brot er að ræða sé leyfilegt að svipta ökukennara réttindum en það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Sæki einstaklingur um réttindi til að starfa sem ökukennari er ekki krafist þess að viðkomandi sýni fram á hreint sakavottorð.

„Við viljum hafa allt okkar á hreinu. Sýslumenn veita heimildina eftir ákveðnum reglum og Samgöngustofa hefur ákveðið eftirlit. Við erum fagfélag og það er ekki skylda að allir ökukennarar séu í okkar félagi. Ökukennarar vinna í einrúmi með einstaklingum og því skiptir miklu máli að reglurnar og eftirlitið sé skýrt,“ segir Björgvin Þór Guðnason, formaður Félags ökukennara á Íslandi í samtali við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði