fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Yfirmenn þriggja rússneskra leyniþjónustustofnana funduðu með CIA í Washington

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum vikum hafa yfirmenn þriggja stærstu leyniþjónustustofnana Rússlands verið í Washington í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti tveir þeirra funduðu með yfirmönnum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þetta þykir mörgum undarlegt en yfirmaður CIA segir ekkert óeðlilegt við þetta.

Heimsóknirnar áttu sér stað skömmu áður en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, frestaði gildistöku nýrra refsiaðgerða gegn Rússlandi. Refsiaðgerðirnar höfðu verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings en þær eru tilkomnar vegna meintrar íhlutunar Rússa í forsetakosningarnar 2016.

Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segir í bréfi til Chuck Schumer, leiðtoga demókrata á Bandaríkjaþingi, að fundirnir með rússnesku leyniþjónustumönnunum hafi snúist um að samhæfa aðgerðir gegn hryðjuverkum og að fundir sem þessir hafi verið haldnir í tíð fyrri ríkisstjórna. Í bréfinu segir Pompeo að á fundum sem þessum sé rætt um efni sem eru erfið viðureignar og hagsmunir ríkjanna ekki þeir sömu.

Pompeo svaraði að sögn ekki hvort refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafi verið ræddar.

Fyrir nokkrum dögum varaði Pompeo við því í sjónvarpsviðtali að Rússar muni reyna að blanda sér í þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins