fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Guðmundur Ellert í varðhaldi til 9. febrúar: Lokar Facebook-síðu sinni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ellert Björnsson sem hefur um árabil starfað fyrir Barnavernd Reykjavíkur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan hefur verið gagnrýnd vegna málsins en ljóst er að í nokkur skipti létu þolendur og aðstandendur lögreglu vita af meintum kynferðisbrotum. Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að yfirvöld hafi tekið til ítarlegrar skoðunar hvað fór úrskeiðis og af hverju rannsókn dróst á langinn. Í skeyti lögreglu segir:

„Sýnt þykir að mistök hafi verið gerð og harmar embættið að sú hafi verið raunin. Jafnframt er unnið að frekari greiningu á þeim 170 málum sem nú eru til meðferðar og rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild LRH, ekki síst m.t.t. forgangsröðunar. Skipaðir hafa verið tveir hópar hjá embættinu til að sinna þessu verki undir stjórn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns og tengslafulltrúa Íslands hjá Europol.“

Eftir að greint var frá nafni Guðmundar í fjölmiðlum lokaði hann Facebook-síðu sinni. Þá kemur fram að Guðmundur hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. Febrúar.

„Þess má geta að 39 manns hafa komið í skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknarinnar, þar af sjö brotaþolar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp