fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Brennandi bíl ekið á gangandi vegfarendur í Shanghai – Reykingamaður við stýrið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 05:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 9 í morgun að staðartíma var litlum sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur í kínversku borginni Shanghai. 18 slösuðust, þar af 3 alvarlega. Lögreglan segir að ökumaðurinn hafi verið að reykja og af einhverjum orsökum hafi kviknað í bílnum út frá reykingunum.

Bílnum var ekið upp á gangstétt í hverfi þar sem margir eru að jafnaði á ferð. Myndir frá vettvangi sýna að eldur logaði í bílnum en hann var notaður til að flytja gaskúta en þeir sprungu ekki. Lögreglan segir að allt bendi til að um óhapp hafi verið að ræða en rannsókn stendur enn yfir.

Lögreglan segir að ökumaðurinn hafi verið að reykja og að eldur hafi kviknað í bílnum út frá reykingunum. Þá missti ökumaðurinn stjórn á bílnum sem endaði upp á gangstétt eins og áður sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi