fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Eiginmaður Janne Jemtland handtekinn: Grunaður um að hafa orðið henni að bana

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginmaður Janne Jemtland, norsku konunnar sem ekkert hefur spurst til síðan 29. desember, hefur verið handtekinn vegna gruns um aðild að hvarfi hennar og hafa orðið henni að bana. Norska lögreglan handtók hann í kvöld, að því er norskir fjölmiðlar greina frá, en þrátt fyrir það hefur lík Janne ekki fundist.

Lögreglan framkvæmdi rannsókn á húsi Janne og eiginmanns hennar í Brumunddal í dag og í kjölfarið var ákveðið að handtaka eiginmann hennar. Svo virðist vera sem lögregla hafi fundið eitthvað á heimili þeirra, en hvað það var hefur ekki verið gefið upp.

Hvarf Janne hefur vakið mikla athygli í Noregi, en hún hvarf aðfaranótt 29. desember eftir að hafa verið í jólaboði með eiginmanni sínum og vinum. Blóð úr henni fannst á tveimur stöðum stuttu síðar, en þrátt fyrir mikla og ítarlega leit hefur hún ekki fundist. Brumunddal er lítill bær, mitt á milli Hamars og Lillehammer, norðvestur af höfuðborginni Osló.

Julie Dalsveen, fulltrúi lögreglu, sagði á blaðamannafundi í kvöld að lögregla teldi sig hafa rökstuddan grun um að eiginmaður Janne hafi verið viðriðinn hvarfið. Lögregla vonast til að yfirheyra hann í kvöld og verður að líkindum farið fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag.

Lögregla hefur fengið yfir 200 vísbendingar vegna málsins á undanförnum dögum. Sem fyrr segir var framkvæmd ítarleg húsleit á landareign hjónanna; lagði lögregla meðal annars hald á tvo bíla í eigu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum