fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Dýraníðingur gengur laus á Suðurlandi: „Þetta er mjög kvalafullur dauðdagi“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milli jóla og nýárs tilkynnti kona innan hóps íbúa á Selfossi á Facebook að eitrað hafi verið fyrir ketti foreldra hennar. Hún sagði að kettinum hafi verið byrlaður frostlögur. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Suðurumdæmis, segir í samtali við DV að það sé sérstaklega kvalafullur dauðdagi.

„Snúður, köttur foreldra minna, er dáin,. Honum var byrlað frostlög í vikunni. Vonandi sefur sá sem gerði þetta vel í nótt. Hann skilur eftir sár í hjarta hjá nokkrum. Meðal annars tveimur litlum stelpum. Þið sem eigið erfitt með ketti, vinsamlegast hugsið að það eru oft lítil börn sem elska þessi dýr og hafa tengst þeim mikið. Hugsið áður en þið framkvæmið. Hann bjó í Rimahverfinu. Hvet ykkur á hafa augun opin,“ skrifaði konan í fyrrnefndum Facebook-hóp þann 29. desember. Hún afþakkaði boð DV að ræða málið nánar.

Svo virðist sem dýraníðingur gangi laus á Suðurlandi því undanfarin misseri hefur fjöldi frétta verið fluttar af kattadrápum þar. Svæðið markast fyrst og fremst af Hveragerði og Selfossi. Í september greindi Vísir frá því að kettir virtust hverfa í Hveragerði en tveir dauðir og sundurskornir kettir fundust við Baulu við Hamarinn.

Bergljót Davíðsdóttir, íbúi í Hveragerði, sagði sama mánuð í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að þetta væri samfélagsmein. „Þetta hefur komið upp árlega á sumrin. Tvö ár í röð, 2015 til 2016, komu kettir emjandi heim eftir að hafa étið fiskflak sem búið var að setja frostlög yfir,“ sagði Bergljót. Hún sagði enn fremur að dæmi hafi verið um að kettir hafi fundist fjarri Hveragerði. „Í mig hringdi kona úr Öndverðarnesi og sagði að þar væri talsvert um ketti sem enginn þekkir. Þar hafa fundist kettir úr Hveragerði,“ sagði hún.

Gunnar Þorkelsson segir málið á milli jóla og nýárs sé ekki enn komið á sitt borð en honum sé þó kunnugt um það. „Ef ég fæ eitthvað að vita um þetta mál þá myndi þetta vera kært til lögreglu, bætast við önnur mál, það eru tvö mál í Hveragerði sem eru tveggja, þriggja ára gömul. Því miður þá eru til einstaklingar sem gera þetta. Þetta er mjög kvalafullur dauðdagi og þetta er andstyggilegt dýraníð. Við vitum ekkert um það hvort þetta sé sami einstaklingurinn eða fleiri einstaklingar,“ segir Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“