fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Falinn fjársjóður auðmanns kostar enn eitt mannslífið – Hefur ekki í hyggju að upplýsa hvar fjársjóðurinn er falinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa mörg þúsund manns leitað að fjársjóði sem að sögn er grafinn í Klettafjöllum í Bandaríkjunum. Hér er ekki um gamlan sjóræningjafjársjóð að ræða heldur fjársjóð sem bandarískur auðmaður gróf niður 2010 til að „fá fólk upp úr sófanum og á hreyfingu“. Nú hafa tveir látið lífið við leit að fjársjóðnum en auðmaðurinn hefur ekki í hyggju að sækja hann eða upplýsa hvar hann er geymdur þrátt fyrir þetta.

Eins og áður segir þá hófst þetta árið 2010 þegar auðmaðurinn og fornmunasalinn Forrest Fenn gróf að eigin sögn niður fjársjóð til að fá fólk til að hreyfa sig. Hugmyndina fékk hann 1988 þegar hann greindist með nýrnakrabbamein. Hann fyllti því að sögn fjársjóðskistu af gullpeningum og er verðmætið um tvær milljónir dollara eða sem nemur um tvö hundruð milljónum íslenskra króna.

Fjöldi manns hefur leitað að fjársjóðnum, aðallega í Nýju Mexíkó, en enginn hefur enn fundið hann. En enginn, nema Forrest Fenn, veit hvort fjársjóðurinn er í raun og veru til því hann segist hafa verið einn að verki þegar hann faldi hann.

Í síðustu viku fannst lík prestsins Paris Wallace, frá Colorado, norðan við Santa Fe í Rio Pueblo de Taos en það er á sem rennur út frá Rio Grande. Wallace lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson en þau ætla að halda leitinni áfram. Eiginkona Wallace, Mitzi Wallace, segir að hún sé ekki í vafa um að guð hafi viljað taka eiginmann hennar til sín á þennan hátt.

Pete Kassetas, lögreglustjóri í Nýju Mexíkó, gagnrýndi fjársjóðinn og Forrest Fenn eftir að lík Wallace fannst. Hann sagði lífi fólks vera stefnt í hættu með þessu og hvatti Fenn til að hætta þessu rugli.

Á síðasta ári lést Randy Bilyes, 54 ára, við leit að fjársjóðnum. Hann byggði fleka og sigldi á honum eftir Rio Grande og tók hundinn sinn með. Flekinn og hundurinn fundust eftir töluverða leit en lík Bilyes fannst ekki fyrr en sex mánuðum síðar. Forrest Fennt tók sjálfur þátt í leitinni að Bilyes. Telegraph segir að eiginkona Wallace hafi ekki verið tilbúin til að fyrirgefa Fenn eins og Mitzi Wallace. Hún sagði að aðeins einn maður gæti stöðvað þessa klikkuna en hann héldi áfram að láta sem þetta væri eitthvað góðverk sem fengi fólk til að hreyfa sig.

The Telegraph segir að Fenn hafi látið hafa eftir sér að dauði Wallace hafi verið hræðilegur. Hann greindi einnig frá því að hann fái mörg hundruð tölvupósta í viku hverri þar sem hann er hvattur til að hætta með fjársjóðsleitina.

Samkvæmt frétt The Santa Fe New Mexican þá er Fenn opinn fyrir að finna lausn á þessu en hefur ekki enn tekið neina ákvörðun. Hann segir einnig að fjársjóðurinn sé ekki á hættulegum stað og að Wallace hafi leitað á röngum stað á svæðinu.

“Þú mátt aldrei ofgera þér. Ég var áttræður eða þar um bil þegar ég faldi fjársjóðinn og það var ekki erfitt. Ég verð bráðum 87 ára og ég get náð í fjársjóðinn ef ég vill. Ef þú heldur að lausnina sé að finna í eyðimörkinni þá skaltu finna nýja lausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum