fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hjónin fundust látin rúmum mánuði eftir að tilkynnt var um hvarf þeirra

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vélsleðamaður sem var á ferð um Sierra Nevada-fjöll í norðurhluta Kaliforníu um helgina fann líkamsleifar hjónanna Marks og Brendu Richard sem saknað hafði verið síðan 17. apríl síðastliðinn.

Hjónin lögðu af stað á lítill eins hreyfils flugvél frá Truckee Tahoe-flugvellinum þennan örlagaríka dag og var ferðinni heitið á Petaluma-flugvöll í nágrenni San Francisco.

Þegar vélin skilaði sér ekki hófst leit að hjónunum og bar hún loks árangur um helgina þó skipulagðri leit hafi verið hætt fyrir tæpum mánuði.. Vélsleðamaður fann flak vélarinnar og lík hjónanna um borð. Svo virðist vera sem vélin hafi brotlent í fjalllendi í Sierra Nevada og var flakið þakið snjó þegar það fannst.

Talsverður vindur var daginn sem vélin lagði af stað. Tim Standley, lögreglufulltrúi á svæðinu, segir við AP-fréttastofuna að verksummerki bendi til þess að vélin hafi rekist á tré áður en hún brotlenti. Rannsókn á því hvað fór úrskeiðis eigi þó eftir að fara fram.

„Þetta er mikill harmleikur. Hugur okkar er hjá aðstendendum,“ segir Standley í samtali við AP-fréttastofuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla