fbpx
Mánudagur 04.júlí 2022
Fréttir

Bíll gjöreyðilagður í Keflavík: „Fyrir mér var þetta laugardagurinn langi“

Ágúst og Katrín komu að bíl sínum illa útleiknum á laugardaginn. Enn er ekkert vitað hver stóð að baki skemmdarverkinu.

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2017 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann Ágúst Dearborn og kærastan hans, Katrín Arndís, fengu aldeilis stuðandi fréttir í gærmorgun [laugardag] þegar þeim var tilkynnt að alvarlegt skemmdarverk hefði verið unnið á bíl þeirra.

Á leiðinni í viðgerð

Bílnum hafði verið lagt við Hrannargötu í Keflavík, þar sem hann beið eftir því að komast í viðgerð hjá vini Ágústs. Um er að ræða lítinn skúr sem hann hefur til umráða og notar sem verkstæði við lagfæringar á bílum.

Gerðist um nóttina

Bílnum þeirra hafði verið lagt við skúrinn á föstudeginum langa og hafði beðið þar yfir nóttu. Ágúst fékk síðan skilaboð frá vini sínum klukkan átta á laugardagsmorgun, þar sem hann greindi frá því sem hafði skeð.

Ágúst hélt í fyrstu að vinur sinn væri að spauga í sér. En þegar hann ók á svæðið kom annað í ljós. Þar gat að líta svellkaldan raunveruleikann: bíllinn var gjöreyðilagður

Laugardagurinn langi

Í samtalið við blaðamann DV kveðst Ágúst vera í sjokki yfir atvikinu. „Ég er enn dofinn eftir þetta, maður veit ekkert hvað snýr upp og hvað snýr niður,“ segir hann og bætir við að fyrir sér hafi þetta verið laugardagurinn langi.

Kærastan hans, Katrín, greindi ítarlega frá skemmdarverkinu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar biðlar hún til allra sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um gerendurna í þessu máli að hafa hiklaust samband við lögreglu.

Alveg í klessu

Á meðfylgjandi myndum, sem Katrín birti samhliða færslu sinni á Facebook, má sjá að bifreiðin er verulega tjónuð. Um er að ræða tiltölulega nýlegan stationbíl af 5-línunni frá BMW. En parið er búið að eiga bílinn í nokkur ár og var nýbúið að setja hann á sumardekkin.

Stórt gat var mölvað á afturrúðu bílsins og framrúða hans einnig lamin í spað, mögulega með kylfu. Þá voru flestar hliðar bílsins barðar og á einni farþegahurðinni má sjá djúpa dæld. Hliðarspeglar bílsins eru illa leiknir; þeir sjást dingla niður á meðfylgjandi myndum. Þá var vélarhlífin öll skröpuð upp og sködduð og lakk víðsvegar á bílnum illa skemmt.

Jákvæðnin fyrir öllu

Ágúst leggur mikla áherslu á að halda jákvæðu hugarfari. „Fyrir mitt leyti snýst þetta allt um jákvæðni, ég vil alls ekki detta í þennan neikvæða gír. Hann bætir því við að það þurfi einfaldlega að finna þann/þá sem standa á bak við skemmdarverkið og leyfa lögreglunni að sjá um restina. „Það þarf bara að fá réttlætinu fullnægt!“

Að sögn Ágústs hefur brotist út talsverð reiði á netinu í garð þeirra er standa á bak við glæpinn. En hann bendir fólki á að halda jákvæðni sinni, aðalatriðið sé að hafa uppi á sökudólgunum.

„Við höfum þetta val um að svamla á móti straumnum, en það er best að leyfa hlutunum bara flæða. Það er ekkert „en“ eða „ef“ í lífinu, þetta er bara svona.

Þakklát fyrir stuðninginn

Ágúst sagði við blaðamann DV að hann væri afar þakklátur fyrir allan þann samhug sem fólk hefur sýnt sér og Katrínu á samfélagsmiðlum, en færslu Katrínar hefur nú verið deilt rúmlega 500 sinnum á Facebook.

„Ég átta mig á því að með þessari samheldni kemst vonandi í ljós hver/hverjir voru að verki,“ segir Ágúst og bætir við að hann langi helst til að þakka hverjum og einum einasta sem deilt hefur færslunni á Facebook.

Annar bíll skemmdur á sama svæði

Katrín ritaði í færslu sinni að þegar hún hafi tilkynnt verknaðinn til lögreglu, hafi hún fengið þær upplýsingar að þau Ágúst væru ekki einu fórnarlömb skemmdarvarga þessa nóttina. Annar bíll í sömu götu á einnig að hafa verið skemmdur aðfaranótt laugardags.

Katrín er vitanlega örvæntingarfull yfir atvikinu en slær þó á létta strengi í færslu sinni og skrifar: „ Einhverjir óprúttnir aðilar hafa ákveðið að þetta væri kjörið tækifæri til að framkvæma skemmdarverk […] mönnum hefur greinilega leiðst við að mega ekki spila bingó.“

Í rannsókn hjá lögreglu

Ekkert bólar enn á þeim þrjótum sem þarna hafa verið að verki. En í samtali við blaðamann staðfestir lögreglan á Suðurnesjum að málið sé í rannsókn.

Lítill vafi leikur á því að um gríðarlegt tjón er að ræða. Eigi að gera við bifreiðina til fulls, er ljóst að kostnaður hlypi á hundruðum þúsunda.

Katrín vonast til þess að glæpamennirnir náist, en hún minnir á það í færslu sinni að Keflavík sé lítið samfélag og að þeir hljóti að koma í leitirnar fyrr eða síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnús Aron í gæsluvarðhaldi til 29. júlí

Magnús Aron í gæsluvarðhaldi til 29. júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigusvik á Háteigsvegi – Borgaði tryggingu fyrir íbúð sem er ekki til

Leigusvik á Háteigsvegi – Borgaði tryggingu fyrir íbúð sem er ekki til
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svik Gluggasmiðjunnar: Hurðalaus sumarbústaður og gluggalaus hús – „Þeir mega ekki svíkja fleiri“

Svik Gluggasmiðjunnar: Hurðalaus sumarbústaður og gluggalaus hús – „Þeir mega ekki svíkja fleiri“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tölvuteks fyrir dóm – Skattsvik upp á 50 milljónir

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tölvuteks fyrir dóm – Skattsvik upp á 50 milljónir