fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Ásmundur Einar sakaður um innbrot af föðurbróður: „Ekki á mínum snærum“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 8. desember 2017 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er sakaður af Skúla Einarssyni, föðurbróður sínum, um að hafa brotist í þrígang inn í íbúðar- og útihús á jörðinni Lambeyrum í Dölum fyrr á þessu ári. Innbrotin eru sögð tengjast deilum um jörðina og íbúðarhús á henni.

Stundin greinir frá þessu. DV gerði tilraun til að bera þessar ásakanir undir Ásmund Einar en slökkt var á síma hans. Í tölvupósti til Stundarinnar segir Ásmundur Einar að málið sé sorgarsaga og vísaði á föður sinn, Daða Einarsson. „Það sem við kemur þessari sorglegu erfðadeilu er ekki á mínum snærum. Til að fá upplýsingar þá bendi ég þér á að hafa samband við föður minn,“ er haft eftir Ásmundi Einar.

Skúli fullyrðir í viðtali við Stundina að lögregla hafi staðið Ásmund Einar að verki í eitt skipti. „Lögreglan stóð þá feðga Ásmund og Daða að innbroti þann 18. mars í íbúðarhús sem fylgdi Lambeyrum á nauðungarsölunni. Alls höfum við tilkynnt til lögreglu 3 innbrot í íbúðarhúsið ásamt 3 innbrotum í útihús sem fylgdu jörðinni. Ég stóð Ásmund að verki í einu af þessum innbrotum í útihúsin. Það tilkynnti ég strax til lögreglu,“ segir Skúli í samtali við Stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu