fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Með og á móti – Vín á aðfangadagskvöld

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 23. desember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Arnar Sigurðsson vínkaupmaður

Hugmyndin að drekka vín með mat er að fríska upp á bragðlaukana á milli munnbita, ekki til að hjálpa okkur að kyngja. Í samanburðinum er Malt og Appelsín fullmikið síróp og frískar ekki mikið upp á bragðlaukana á milli bita þannig að það er varla hægt að tala um Malt og Appelsín sem matardrykk þótt það sé ágætis drykkur. Þegar kemur að víni með mat gildir að það sé gott jafnvægi á milli sýru og ávaxtar, sýran er ferskleikinn í víninu og ávöxturinn er ljúffengleikinn. Eini óvinur víns er salt og því miður er ekkert vín sem fer mjög vel með hangikjötinu og hamborgarhryggnum. Þegar kemur að pörun þá skiptir meira máli hvaða sósa og krydd eru notuð en endilega hráefnið sjálft. Til að njóta matarins til fulls þarf að hafa gott vín, en það þarf að fara varlega, drekka betra og minna.


Á móti

Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri bindindishreyfingarinnar IOGT á Íslandi

Jólin eru hátíð barnanna og okkar sem leyfum okkur að gleðjast eins og börn. Á hverju ári fer þeim einstaklingum fjölgandi sem kjósa að njóta jólanna allsgáðir. Sífellt fleiri hafa uppgötvað kosti þess að vera til staðar allsgáð og njóta þess sem fram fer. Margir upplifa því miður ókosti þess að vera innan um þá sem nota áfengi um hátíðarnar. Börnin sérstaklega. Börn upplifa óöryggi, kvíða og ótta innan um þá sem eru undir áhrifum áfengis. Börnin eiga skilið vímulaus jól og því eiga fullorðnir að forðast neyslu áfengis yfir jólahátíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði