fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Júlíana ósátt við FíB: Fengu enga aðstoð með bilaðan bíl og urðu að ganga langa leið í fljúgandi hálku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. desember 2017 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þar sem við höfum borgað í FÍB í mörg ár héldum við að þeir gætu þó kannski reddað okkur að næstu bensínstöð eða alla vega þannig að við værum ekki strand í vegarkanti, en þeir aðstoða ekki í svona vandræðum. Til hvers í ósköpunum eru þeir þá og hvað eiginlega er maður að borga fyrir?“ sagði Júlíana Rut Jónsdóttir við DV en hún og eiginmaður hennar lentu í miklum hrakningum í gærkvöld eftir að bíll þeirra bilaði.
Þau hjónin búa á Akranesi og höfðu þau verið á tónleikum Reykjavík og voru á heimleið er atvikið átti sér stað, en það var upp úr miðnætti. Vatnsslanga í bílnum gaf sig:

„Við vorum á heimleið (upp á Akranes) eftir tónleika þegar við fundum hitalykt og sáum að hitamælirinn var kominn næstum í botn, maðurinn minn var að keyra og hann setti bílinn strax í hlutlausan, drap á vélinni og lét bíllinn renna út í kant. Hann opnaði húddið og sá strax að það var allt á floti í kringum vatnslásinn svo hann hélt að það hefði jafnvel rifnað slanga eða komið gat á hana, það var svo dimmt að það var erfitt að sá neitt og símaljósið var ekki nógu bjart til að hjálpa mikið,“ segir Júlíana. Hún er ósátt við að hafa ekki fengið aðstoð hjá FÍB þrátt fyrir að eiginmaður hennar hafi greitt í félagið árum saman.

Hjónin vildu sem fyrst koma bílnum úr vegakantinum svo ekki stafaði hætta af honum og inn á bílaplan eða bensínstöð. Þau vonuðust eftir að einhver gæti dregið bílinn eða í það minnsta ekið þeim á næstu bensínstöð:

„Við mundum þá að hann er félagi í FÍB og þeir hlytu að geta hjálpað eitthvað, þó ekki væri nema koma með vatn fyrir okkur eða skutl til að ná í það. Hann hringdi og talaði við þann sem svaraði neyðarnúmerinu hjá þeim sem á að vera fyrir neyðartilvik (sem þetta var því bíllinn var óökuhæfur og ekki á góðum stað) en þeir sögðu að það væri ekkert sem þeir gerðu í svona aðstæðum, hann gæti svo sem alveg hringt á dráttarbíl en það myndi vera rosalega dýrt af því hann væri náttúrulega á helgartaxta. Við vorum svolítið kjaftstopp eftir þetta en eftir að senda þeim nokkur vel valin orð eftir að hann var búinn að skella á sáum við að við yrðum bara að redda okkur sjálf þá. Við löbbuðum ca. 1 – 1,5 km á næstu bensínstöð í fljúgandi hálku því þvað var farið að frjósa regnvatnið á götunni, þetta var ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera, labba í vegkantinum á Vesturlandsvegi í myrkri og frosti með umferðina á 80 km hraða á móti okkur.

En við komumst á bensínstöð og fengum alla hjálp sem við þurftum frá alveg frábærum starfsmanni Select og fengum ásamt vatni og frostlegi gott vasaljós og aðeins að hlýja okkur, hvorugt okkar var vel klætt og hvorugt með vettlinga eða í úlpum. Við löbbuðum svo aftur í bílinn og þá náðum við að skoða betur í húddið og sáum þá að það var brotið eitthvað T-laga plaststykki sem tengdi saman 3 slöngur í vatnskerfinu svo það var ekkert sem við gátum gert til að bjarga okkur. Við urðum að fá frændfólk til að sækja okkur í bæinn og skutla á Akranes og skilja bílinn eftir, og ætlum að fara suður að sækja hann um leið og færi gefst. Við komumst svo heim að ganga 3 í nótt.”

Árgjald FÍB – Félags íslenskra bifreiðaeigenda – er 7.800 krónur. Neyðaraðstoð er veitt til greiðandi meðlima í félaginu. Símanúmer neyðarsímans er 5 112 112. Er blaðamaður hringdi þangað til að leita upplýsinga um málið sagðist sá er svaraði ekki geta veitt neinar upplýsingar og það yrði að hringja í félagið á skrifstofutíma með slíkar fyrirspurnir.

Á vef félagsins kemur fram að félagsmenn eigi rétt á einum dráttarbíl á milli kl. 8 og 18 virka daga. Það borgar sig því ekki að lenda í óhöppum utan skrifstofutíma ef maður er félagi í FÍB. Ýmis aðstoð er þó veitt til félagsmanna, til dæmis dekkjaskipti og rafmagn í bíla sem verða straumlausir. Enn fremur fá félagsmenn aðstoð með eldsneyti ef bíllinn verður bensínlaus og greiða þá aðeins andvirði bensínsins.

Uppfært – Ahugasemdir frá FÍB

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, hafði samband við DV og vildi koma eftirfarandi athugasemdum við fréttina á framfæri:

FÍB er í sambandi við Öryggismiðstöðina um neyðarþjónustu af þessu tagi og þeim Júlíönu og manni hennar stóð klárlega til boða að fá dráttarbíl, en hefðu orðið að borga næturálag bílstjórans, 6.000 krónur. Gjald fyrir dráttarbíl fyrir aðila utan FÍB er hins vegar 23.000 krónur. Má því segja að þeim hafi boðist dráttarbíll með 17.000 króna afslætti. Þetta er samkvæmt skilmálum í félagsaðildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum