fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Fennt yfir IceSave

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 16. desember 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fetar þar með í fótspor Jóhanns Haukssonar og Sigurðar Más Jónssonar. Lára Björg var á lista Vinstri grænna í kjördæmi Katrínar Jakobsdóttur en Lára á einnig óbeinar tengingar við hina tvo ríkisstjórnarflokkana.

Lára starfaði áður hjá KOM almannatenglum þar sem Friðjón Friðjónsson, annálaður sjálfstæðismaður, er í aðalhlutverki, einnig starfaði hún hjá Viðskiptablaðinu sem fer iðulega silkimjúkum höndum um sjálfstæðismenn í leiðaraskrifum og efnistökum.

Lára tók svo undir málstað framsóknarmanna og fleiri í IceSave-deilunni á sínum tíma. Sagði Lára um samninginn, sem var studdur af Katrínu og Vinstri grænum og á endanum af Bjarna Benediktssyni og hluta sjálfstæðismanna, að það „ætti að troða honum“ og það væru léleg rök að segja að fjárfestar myndu forðast Ísland ef samningurinn yrði ekki samþykktur. Þar sem Lára tók sæti á lista VG í haust og kemur til með að svara fyrir ríkisstjórnina á næstunni þá er öruggt að segja að fennt sé yfir IceSave, nema kannski hjá þeim allra hörðustu. Það tók ekki nema átta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum