fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Húðflúr á sjúklingi kom læknum í vanda – Ákváðu að endurlífga hann ekki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. desember 2017 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega stóðu læknar á sjúkrahúsi í Flórída í Bandaríkjunum frammi fyrir erfiðu siðferðislegu mati þegar sjúkraflutningsmenn komu með meðvitundarlausan sjötugan mann sem átti í öndunarörðugleikum. Mikið magn áfengis mældist í blóði mannsins og hann var skilríkjalaus og því var ekkert vitað um hver hann væri.

Þegar læknar höfðu tekið við manninum á Jackson Memorial sjúkrahúsinu í Miami uppgötvuðu þeir fljótt að á bringu mannsins var húðflúr með textanum: „Do Not Resuscitate“ (Endurlífgið ekki) og þar fyrir neðan undirskrift sem læknarnir töldu vera undirskrift mannsins.

Nýlega var fjallað um málið í vísindaritinu New England Journal of Medicine. Í yfirlýsingu lækna, sem voru að störfum þegar komið var með manninn, kemur fram að húðflúrið hafi skapað meiri óvissu en vissu um hvað ætti að gera. Læknarnir segja að þeir hafi í byrjun ákveðið að fara ekki eftir fyrirmælum húðflúrsins á grunni þess að þá væru þeir að taka ákvörðun um óafturkræfa leið samtímis og ákveðin óvissa ríkti um fyrirmælin.

En síðan íhugðu þeir ákvörðun sína aftur á þeim grunni að sjúklingurinn hefði líklega gengið mjög langt í að tryggja að skilaboð hans og vilji myndu skiljast og að orðið „Not“ var undirstrikað. Einnig töldu læknarnir það styrkja boðskap húðflúrsins að nafn mannsins var húðflúrað fyrir neðan.

Læknarnir báðu því um siðferðislega ráðgjöf áður en þeir tóku endanlega ákvörðun. Á meðan fékk sjúklingurinn grunn meðhöndlun. Siðferðislegir ráðgjafar ráðlögðu læknunum síðan að fara eftir því sem húðflúrið sagði enda „væri sanngjarnt að álykta að húðflúrið skýrði frá vilja mannsins“.

Læknarnir fylgdu ráði ráðgjafanna og maðurinn lést um nóttina.

Nýlega fundust sjúkraskrár mannsins og það sem þar kemur fram styður ákvörðun læknanna því maðurinn hafði látið skrá í sjúkraskrá að hann vildi ekki vera endurlífgaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum