fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Íslenskir auðmenn sagðir íhuga að flytja úr landi

Eru sagðir vilja komast hjá því að greiða hugsanlegan auðlegðarskatt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignamiklir Íslendingar eru sagðir íhuga að flytja úr landi vegna hugmynda um auðlegðarskatt upp á 1,5 prósent. Frá þessu greinir Viðskiptablaðið í dag.

Í grein blaðsins kemur fram að blaðið hafi heimildir fyrir því að þeir sem eiga hreina eign sem hleypur á milljörðum skoði nú að flytja úr landi verði auðlegðarskatti komið á. Einhverjir hafi þegar fundað með ráðgjöfum sínum og hleypur fjöldi þeirra sem þetta íhuga á tugum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um hóflegan auðlegðarskatt fyrir kosningar, eða upp á 1,5 prósent. Óvissa ríkir um það hvaða flokkar verða í ríkisstjórn en greint hefur verið frá því að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafi rætt saman undanfarna daga um hugsanlega stjórnarmyndun.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á það að 1,5 prósent auðlegðarskattur af til dæmis tíu milljörðum króna sé 150 milljónir króna. Íbúð í Lundúnum og flutningur þangað væri því fljótur að borga sig.

Greint er frá því að eina leiðin til að komast hjá því að borga auðlegðarskatt sé að flytja lögheimili, skattalega heimilisfesti og mögulega allar eignir af landi brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“