fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

15 ára piltur handtekinn fyrir morð: Var með lista yfir fleiri fórnarlömb

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Colorado í Bandaríkjunum hefur handtekið fimmtán ára pilt sem grunaður er um að hafa stungið nítján ára konu til bana um helgina.

Fórnarlambið, Makayla Grote, var stungin á heimili sínu í Longmont en áður hafði drengurinn átt í SMS-samskiptum við yngri systur hennar. SMS-sendingarnar voru tilkynntar til lögreglu áður en pilturinn lagði til atlögu á heimili systranna. Yngri systurinn tókst að flýja inn á baðherbergi en pilturinn yfirgaf íbúðina þegar hann komst ekki inn á baðherbergið.

Við húsleit á heimili piltsins, sem ekki er nafngreindur vegna ungs aldurs, fannst listi yfir einstaklinga sem hann vildi drepa. Systir Makaylu var á listanum en við nafn hennar stóð að hann myndi einnig drepa hvern þann sem myndi reyna að koma í veg fyrir morðið.

Lögregla handtók piltinn aðfaranótt sunnudags en þá hafði hann tekið bifreið foreldra sinna og var hann skammt frá heimili einstaklings sem var númer þrjú á umræddum lista. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið á leiðinni til hans þó lögregla útiloki það ekki.

Saksóknarar segja að til greina komi að fara fram á að réttað verði yfir piltinum líkt og um fullorðinn einstakling sé að ræða. Áður en hann framdi morðið um helgina réðst pilturinn á afa sinn og ógnaði móður sinni með hníf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum