fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Bauðst til að borga olíuna fyrir björgunarsveitina

Góðverk á Blönduósi – Þáðu boðið með þökkum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2017 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þáðum þetta með þökkum,“ segir Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, í samtali við DV.

Liðsmenn sveitarinnar tóku þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í gær, líkt og björgunarsveitarmenn frá öllum landshlutum. Liðsmenn Blöndu og björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga sameinuðu krafta sína og héldu af stað til Hafnarfjarðar klukkan 05.30 í gærmorgun og voru sveitirnar komnar til Hafnarfjarðar klukkan 9. Þrír félagar Blöndu voru með í för og sex frá Húnum en farið var á 2 bílum.

Þegar heim á Blönduós var komið í gærkvöldi voru liðsmenn sveitarinnar að fara að fylla á björgunarsveitarbílinn á eldsneytisstöð N1 á Blönduósi. Í þann mund sem verið var að fylla bílinn af olíu kom aðvífandi maður sem vildi fá að borga olíuna á bílinn. Liðsmenn sveitarinnar þáðu þetta góða boð með þökkum. „Vel gert og takk fyrir okkur,“ sagði í Facebook-færslu á vef sveitarinnar.

Hjálmar segir í samtali við DV björgunarsveitin sjái um sjálf um rekstur bílsins og annan rekstur sem tengist sveitinni. Ljóst er þó að björgunarsveitum, sem mikið hefur mætt á undanfarnar vikur, munar um hverja krónu í kassann enda kostnaðarsamt að halda úti starfsemi af þessu tagi.

Björgunarsveitir landsins voru sem kunnugt er útnefndar maður ársins á Rás 2 skömmu fyrir áramót og hafa fjölmargir Íslendingar ausið þær lofi undanfarna daga. Vel yfir 500 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Birnu um helgina.

Ófáir hafa skorað á fólk og fyrirtæki undanfarna daga að styrkja björgunarsveitirnar. Granítsmiðjan er eitt þessara fyrirtækja en um helgina greindi fyrirtækið frá því að það hygðist styrkja Landsbjörg um 250 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum