fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjamenn hafa lýst yfir stríði

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu harðorður í garð Donalds Trumps

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2017 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi með ummælum sínum lýst yfir stríði við land sitt. Þetta sagði Ri í við blaðamenn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.

RI sagði að Norður-Kóreumenn áskilji sér rétt til að skjóta niður bandarískar orrustuþotur, hvort heldur sem þær væru í norðurkóreskri lofthelgi eða ekki. Sagði hann að heimsbyggðin mætti ekki gleyma því að Bandaríkjamenn hefðu lýst yfir stríði, ekki Norður-Kóreumenn.

Grunnt hefur verið á því góða milli ríkjanna tveggja og hafa eldflauga- og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna hleypt illu blóði í bandarísk yfirvöld og nágrannaþjóðir Norður-Kóreu; Suður-Kóreu og Japan þá einna helst.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter um helgina, eftir að Ri hafði ávarpað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, að hvorki Ri né Kim Jong-un, einræðisherra landsins, yrðu til staðar mikið lengur ef þeir halda áfram hótunum sínum.

Ri sagði við blaðamenn í dag að „í ljósi stríðsyfirlýsingar Donalds Trumps“ væru allir möguleikar uppi á borðinu hjá stjórnvöldum í Pyongyang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí