fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

150 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó – Skjálftinn vakti eldfjall úr dvala

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. september 2017 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

150 hafa fundist látnir í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Mexíkó síðdegis í gær að staðartíma. Skálftinn átti upptök sín nærri eldfjallinu Popocatépetls sem er um 70 km frá Mexíkóborg. Meðal þeirra látnu eru 21 skólabarn en börnin voru öll í sama skólanum. Skjálftinn, sem mældist 7,1 á Richter, virðist hafa vakið eldfjallið Popocatépetls af dvala með þeim afleiðingum að eldgos hófst.

Skjálftinn reið yfir skömmu eftir að æfingu við viðbrögðum við jarðskjálftum lauk en hún fór fram um allt land í gær en í gær voru 32 ár liðin síðan öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó og varð um 5.000 manns að bana.

The Guardian segir að svo virðist sem skjálftinn hafi vakið eldfjallið Popocatépetls af dvala og að eldgos hafi hafist í fjallinu í kjölfar hans. 15 manns, sem voru við messu í kirkju í hlíðum fjallsins, létust þegar kirkjan hrundi til grunna. Þetta hefur The Guardian eftir Jose Antonio Gali, ríkisstjóra Puebla. Það var einmitt í Puebla sem skjálftinn átti upptök sín að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar, USGS.

Eftir því sem fram kemur á vefsíðunni volcanodiscovery.com er Popocatéptl næststærsta eldfjall Norður-Ameríku en fjallið skagar 5,5 km upp yfir sjávarmál.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá yfirvöldum í Mexíkó þá hafa 49 fundust látnir í Mexíkó, 55 í Morelos ríki, 32 í Puebla ríki, 10 í Mexíkó ríki og 3 í Guerrero ríki.

Þetta var annar stóri jarðskjálftinn sem ríður yfir Mexíkó í September. Þann sjöunda létust 98 af völdum öflugs jarðskjálfta í suðurhluta landsins en hann mældist 8,1 á Richter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum