fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kafbátur með 23 líkum fannst undan ströndum Belgíu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kafbátur, sem virðist hafa sokkið á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar, fannst undan ströndum Belgíu á dögunum. Fundurinn er einstakur en um borð eru líkamsleifar tuttugu og þriggja einstaklinga.

Þetta segir Carl Decaluwe, ríkisstjóri í Vestur-Flæmingjalandi, í samtali við fréttastofu AP.

„Það er ótrúlegt að við skyldum finna eitthvað þessu líkt. Það eru skemmdir á fremsta hluta kafbátsins en hann er lokaður og það eru enn tuttugu og þrír um borð,“ segir hann.

Kafbáturinn sem um ræðir er af gerðinni UB-II en þeir voru smíðaðir í Þýskalandi og einkum notaðir af þýska hernum. Um 30 slíkir kafbátar voru smíðaðir og gátu þeir kafað á allt að 50 metra dýpi.

Kafbáturinn sem fannst er 27 metra langur og liggur á um 25 til 30 metra dýpi. Nákvæm staðsetning hans hefur ekki verið gefin upp til að tryggja að óboðnir einstaklingar geti ekki vitjað hans. Carl segir að sendiherra Þýskalands hafi verið gert kunnugt um fundinn en næstu skref hafa ekki verið ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann