fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Árásarmaðurinn í Finnlandi nafngreindur: Talinn hafa átt vitorðsmenn

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem stakk tvær konur til bana í borginni Turku á föstudag heitir Abderrahman Mechkah og er átján ára. Hann var búsettur í miðstöð fyrir flóttamenn í borginni og hafði sótt um hæli í Finnlandi eftir að hafa komið frá Marokkó.

Frá þessu greinir finnska ríkisútvarpið, YLE. Hann mun svara til saka fyrir finnskum dómstólum á morgun en hann dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Mechkah lagði til fólksins með hnífi en auk þess að bana tveimur konum særði hann átta til viðbótar.

Fjórir aðrir Marokkóar eru grunaðir um aðild að árásinni en þeir neita sök, að sögn lögreglu. Þá hefur alþjóðleg handtökuskipun verið gefin út á hendur fimmta manninum sem grunaður er um aðild að málinu. Lögregla telur að um skipulagða hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Í gær voru fjögur fórnarlömb mannsins enn á sjúkrahúsi, þar af þrjú á gjörgæsludeild. Ástand þeirra er sagt stöðugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum