fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Maraþon, mathöll, tónaflóð og uppákomur

Menningarnótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarnótt verður sett formlega í hádeginu í dag en fyrsti viðburður hátíðarinnar er Reykjavíkurmaraþon sem ræst er í Lækjargötu kl. 8:40 með heilmaraþoni og hálfmaraþoni, en keppendur í 10 km hlaupi eru ræstir kl. 9:40.

Setning Menningarnætur fer fram við Vigdísarstofnun, á horni Brynjólfsgötu og Suðurgötu, þar sem undirritaður verður samningur um styrki Reykjavíkurborgar til Vigdísarstofnunar. Dagskráin í Vigdísarstofnun er eftirfarandi:
12:20 Skuggamyndir frá Býsans
12:30 Borgarstjóri setur Menningarnótt
12:35 Auður Hauksdóttir óskar gestum gleðilegrar menningarhátíðar og kynnir Múltíkúltíkórinn og stjórnandann Margréti Pálsdóttur
12:40 Múltíkúltíkórinn syngur
12:45 Rektor Háskóla Íslands vígir torgið
12:50 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, gróðursetur tréð – rektor og borgarstjóri eru henni til liðssynis.

Mathöll verður opnuð á Hlemmi í dag og er til frambúðar en þar selja hinir ýmsu aðilar veitingar og mat í hæsta gæðaflokki. Vonir standa til að Mathöllin muni glæða mjög mannlíf á Hlemmi.

Allar konar menningarviðburðir eru á dagskrá í miðbænum í allan dag en kl. 20 í kvöld hefjast tónleikarnir Tónaflóð við Arnarhól þar sem fjölmargar vinsælar hljómsveitir koma fram og stemning Menningarnætur nær hámarki. Tónleikarnir standa til 23 og í lok þeirra verður flugeldasýning.

Sjá nánar um feykilega fjölbreyta dagskrá Menningarnætur hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd