fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Mikið magn fíkniefna flutt til landsins

Rúm 16 kíló af kókaíni haldlögð á Keflavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á mikið magn fíkniefna það sem af er ári og mun meira en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tollstjóra.

Þar segir að fyrstu sjö mánuði ársins hafi hald verið lagt á 16.203 grömm af kókaíni af mismunandi styrkleika og 1.950 millílítra af fljótandi kókaíni. Samkvæmt mati rannsóknarstofu samsvarar magn fljótandi kókaínsins 4.500 grömmum af kókaíni í neyslustyrkleika.

Þá segir í tilkynningunni að haldlagðir hafi verið 700 millílítrar af fljótandi amfetamíni sem samkvæmt mati rannsóknarstofu samsvara 6.998 grömmum af efninu í neyslustyrkleika. Loks var hald lagt á 196,5 grömm af metamfetamíni og 0,19 grömm af hassi.

„Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn þessara mála. Um 20 sakamál er að ræða en sakborningar voru erlendir ríkisborgarar nánast í öllum tilvikum. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn og ákærumeðferð hefur staðið. Það fer eftir magni haldlagðra efna hverju sinni hvaða embætti fer með saksóknina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum annast saksókn í minni málunum en Héraðssaksóknari í þeim stærri.

Dómar hafa þegar fallið í 15 málum og refsingar verið fangelsisdómar frá 2 mánuðum til 3½ árs en gæsluvarðhaldstími kemur til frádráttar. Þá hafa efnin verið gerð upptæk,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann