fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kanadískur prestur lýsir ömurlegum aðstæðum í Norður-Kóreu

Svona drap hann tímann – Var dæmdur til erfiðisvinnu til lífstíðar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var hinum sextíu og tveggja ára gamla Hyeon Soo Lim sleppt úr haldi í Norður-Kóreu, en þar hafði honum verið haldið föngnum frá því í febrúar 2015. Hyeon, sem er kanadískur ríkisborgari, var dæmdur til erfiðisvinnu sem hann átti að sinna allt til dánardags.

Presturinn var handtekinn og sakfelldur fyrir að hyggja á valdarán í landinu með því að breiða út kristna trú. Hann beið ekki boðanna eftir heimkomuna frá Norður-Kóreu og hélt predikun í kirkju sinni í Kanada um helgina þar sem hann deildi erfiðri reynslu sinni með áheyrendum.

Léttist um 23 kíló

Í erindi sínu sagðist hann hafa upplifað mikla einangrun og mikinn einmanaleika meðan á dvölinni í Norður-Kóreu stóð. Á meðan á dvöl hans stóð segist hann hafa borðað 2.757 máltíðir og á þeim tíma sem hann dvaldi í Norður-Kóreu hafi hann lést um tæp 23 kíló.

Lim er nú kominn aftur til Kanada.
Kominn heim Lim er nú kominn aftur til Kanada.

Verkefnin sem hann sinnti voru af ýmsum toga. Yfir vetrartímann var hann til dæmis látinn grafa djúpar holur í frosinn jarðveginn og eins og gefur að skilja var það verkefni ekki beint auðvelt. „Ég fékk kalsár á fingur og tær,“ sagði hann og bætti við að stundum hefði það tekið hann tvo daga að grafa eina holu sem var einn metri á breidd og einn metri á dýpt.

Las rúmlega hundrað bækur

„Ég vann líka í kolageymslu þar sem ég var látinn brjóta niður kol. Á vorin og sumrin vann ég úti við, í átta tíma á dag, í miklum hitum,“ sagði hann meðal annars og bætti við að hann hafi aldrei getað áttað sig almennilega á því hvort og þá hvenær vítisvist hans myndi ljúka. Hann þurfti margsinnis á læknisaðstoð að halda og í eitt skipti þurfti hann að liggja á sjúkrahúsi í tvo mánuði.

Til að drepa tímann, milli þess sem hann vann erfiðisvinnu, las hann rúmlega hundrað bækur um Norður-Kóreu auk þess sem hann las Biblíuna á ensku einu sinni og á kóresku fimm sinnum. Hann bað til æðri máttarvalda um að hann fengi frelsi á nýjan leik.

Við ágæta heilsu

Það var svo í síðustu viku að Lim var sleppt úr haldi og sögðu yfirvöld í Norður-Kóreu að það væri af heilsufarsástæðum. Í erindi sínu í kirkjunni í Mississauga, skammt vestur af Toronto, þakkaði hann kanadískum og sænskum yfirvöldum sem unnu að lausn hans.

Lim er við ágæta heilsu þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og sagði fjölskylda hans í yfirlýsingu að hún væri yfir sig ánægð að hann væri laus. Hann hitti barnabarn sitt, stúlku á fyrsta aldursári, í fyrsta skipti um helgina.

Lim var í fyrstu dæmdur til dauða en dómnum var síðar breytt í erfiðisvinnu til lífstíðar. Hann var staddur í Norður-Kóreu árið 2015 vegna góðgerðastarfs sem hann hefur unnið í landinu, en áður en að handtökunni kom hafði hann ferðast til Norður-Kóreu rúmlega hundrað sinnum frá árinu 1997. Þar lét hann meðal annars gott af sér leiða á öldrunarheimili og á munaðarleysingjaheimili, en Lim hafði fjármagnað starfsemi þessara heimila að hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd