fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Það er enginn dómari í sjálfs síns sök“

Bókútgefandinn Bjarni Harðarson gefur út sögulega skáldsögu hjá Forlaginu

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni kemur út skáldsagan „Í skugga drottins“ eftir rithöfundinn Bjarna Harðarson. Bókin verður gefin út af Forlaginu sem vekur nokkra eftirtekt enda rekur Bjarni Bókaútgáfuna Sæmund. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég leita út fyrir mitt eigið forlag því ég gaf út skáldsöguna „Svo skal dansa“ hjá Bjarti árið 2009. Þá var ég búinn að stofna eigið forlag þótt að ég hafi ekki verið jafnstórtækur þá og ég er í dag,“ segir Bjarni aðspurður um afhverju hann gefi ekki út bókina sjálfur.

„Ég er einfaldlega á því að allir rithöfundar þurfi að vera með bókaútgefanda. Það er ekki það sama að gefa út sjálfan sig eins og sitja við sama borð eins og aðrir rithöfundar hjá bókaforlagi. Það er enginn dómari í sjálfs síns sök. Maður getur vissulega ráðið sér sérfræðinga til ráðgjafar en aðhaldið verður aldrei hið sama,“ segir Bjarni.

Hann er hæstánægður með samvinnuna við Forlagið. „Ég fékk afburðarritstjóra, Guðmund Andra Thorsson, auk þess sem Nanna Rögnvaldsdóttir kom að verkinu ásamt öðrum. Samstarfið hefur verið frábært.

„Í skugga drottins“ er söguleg skáldsaga sem gerist á 18. öld og fjallar um smælingja sem búa í kringum Skálholtsstað. Bókin gæti orðið sú fyrsta af mörgum. „Ég er að reyna að mana mig upp í að skrifa nokkrar bækur, líklega þrjár, um 800 ára sögu Skálholts sem höfuðstað landsins. Sú saga er mjög dramatísk, sérstaklega endalokin, og henni hefur ekki verið gerð almennilega skil að mínu mati. Ég held að það sé erfitt með sagnfræðina eina að vopni en skáldsagan opnar á fleiri möguleika í því samhengi. Það er svo annað mál hvernig mér tekst til. Ég krossa bara fingur,“ segir Bjarni kankvís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa