fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kona og þrjú börn hennar myrt í Gautaborg

Reynt að hylma yfir morðin með íkveikju

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júlí 2017 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona og þrjú börn hennar fundust látin eftir eldsvoða í Angered í Gautaborg í Svíþjóð í gær. Áverkar á líkunum benda til að fólkið hafi verið myrt áður en eldur var borinn að heimili þeirra. Karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins en hann er grunaður um að hafa myrt fólkið.

Expressen hefur eftir Thomas Fuxborg, talsmanni lögreglunnar, að á líkunum hafi verið áverkar sem tengdust ekki brunanum. Hann vildi ekki skýra frá hvers eðlis þessir áverkar væru því það ætti aðeins lögreglan og morðinginn að vita enn sem komið er. Samt sem áður skýrðu sænskir fjölmiðlar frá því síðdegis í gær að fólkið hefði verið skorið á háls.

Konan og eitt barn voru látin þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang. Tvö börn voru á lífi en með mikla áverka. Þau voru strax flutt á sjúkrahús en létust skömmu eftir komuna þangað. Sænska ríkisútvarpið segir að yngsta barnið hafi verið rúmlega árs gamalt.

Maðurinn sem var handtekinn var í stigagangi hússins sem eldurinn kom upp í en um þriggja hæða fjölbýlishús er að ræða. Sænskir fjölmiðlar segja að hann tengist konunni og börnunum fjölskyldubönum, hann er um fimmtugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd