fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Segir vegið að mannorði stjórnanda með 30 ára flekklausan feril

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segir að sér þyki skiljanlegt að starfsmenn sem bornir eru sökum opinberlega um harðræði gegn börnum, sem reynist vera tilhæfulausar, leiti réttar síns gagnvart þeim sem fóru með ásakanirnar í fjölmiðla.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Eins og kom fram í fréttum í gær hefur Barnavernd fellt niður mál gegn skólastjóra Hjallastefnunnar í Reykjavík sem sakaður var um harðræði gegn barni. Skólastjórinn sneri aftur til starfa í dag en hann var í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Margrét Pála afar óheppilegt að málið hafi verið rekið undir kastljósi fjölmiðla en það voru foreldrar barna við skólann sem komu upplýsingum um málið til fjölmiðla í lok júní. Segir Margrét Pála að það hafi verið vegið að mannorði stjórnanda með 30 ára flekklausan feril vegna ásakana sem reyndust tilhæfulausar.

Margrét Pála segir jafnframt og hefur áður sagt að börn skulu ávallt njóta vafans og alltaf þurfi að rannsaka ásakanir um ofbeldi gegn börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“