fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Nauðganir bavíana gefa innsæi í hegðun manna

Karldýrin ráðast ítrekað á kvendýrin – Hormón eða menning?

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samband þeirra byrjaði á sakleysislegum nótum. Hann fór að sýna henni athygli og hún fór að laðast að honum. En dag einn breyttist eðli sambandsins. Þar sem hún sat og át í friði og spekt kom hann að og réðist á hanna fyrirvaralaust. Árásirnar héldu áfram eftir þetta en hún hélt áfram að vera með honum, ennþá hrifin af honum og of hrædd til að fara burt. Eftir að hún eignaðist afkvæmi, gagnaðist viðvera hans þeim.“

Þetta er saga af bavíana-pari í suðurhluta Afríku en sagan er dæmigerð fyrir fleiri tegundir af prímötum, eins og til dæmis simpansa…og menn. Í nýlegri rannsókn sem birt var í tímaritinu Current Biology kemur það fram að karlprímatar stundi langtíma-kynferðisógnun til að stjórna mökum sínum og að þessi hegðun eigi sér sögu langt aftur í tímann.

Urðu vitni að hundruðum árása

Elsie Huchard við háskólann í Montpellier segir þessa hegðun bavíananna líkjast heimilisofbeldi manna.

„Hún kemur fram í langtíma samböndum milli eins karlapa og eins kvenapa sem lifa saman á þröngu svæði og hafa mikil tengsl. Það er ekkert þversagnakennt að eiga í nánu sambandi með einhverjum og sýna árásargirni gagnvart honum.“
Huchard er ein af þremur vísindamönnum sem rannsökuðu bavíanana í Tsaobis þjóðgarðinum í Namibíu. Rannsóknin var unnin yfir einn áratug, frá 2005 til 2014, og á þeim tíma urðu vísindamennirnir vitni að 222 árásum karldýra á kvendýr, oftast án ögrunar.

Stundum áttu árásirnar sér stað við einhvern atburð. Til dæmis ef hópurinn komst í kynni við annan hóp bavíana. Þá tóku karldýrin oft upp á því að ráðast á frjó kvendýr úr eigin hópi. Mörg kvendýrin slasast illilega eða jafnvel deyja eftir slíkar árásir en bavíanarnir eru ein af stærstu og sterkustu apategundunum.

Eftir að kvendýrin eignast afkvæmi fylgja þau föðurnum eftir og hann umber þau. Hann tekur það einnig að sér að verja afkvæmin fyrir árásum annarra bavíana, sem eru nokkuð tíðar. Þegar afkvæmið er fullvaxið og kvendýrið tilbúið að makast á ný flosnar upp úr sambandi fjölskyldunnar.

Kynferðisógnun hluti af menningunni?

Hluti af skýringunni á þessari hegðun er líkamsbygging bavíanana. Karldýrin eru mun stærri og öflugri af burðum en kvendýrin. Þetta er ekki raunin hjá öllum prímötum. Má sem dæmi nefna að hjá mörgum lemúrategundum eru kvendýrin stærri.

Huchard segir rannsóknir sýna að dýr eru fær um að sína samkennd, sjálfstjórn og að taka rökréttar ákvarðanir í mörgum tilvikum.

„Það er mögulegt að karl-bavíanar séu drifnir áfram af kynhormónum sínum eða þá að hegðun þeirra sé skipulögð til að viðhalda félagsgerðinni.“ Hjá mannfólkinu er kynferðisógnun mismunandi eftir menningarheimum. Hún segir að hegðun bavíana-karldýranna geti einnig átt sér menningarlegan grundvöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku