fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fjórar mæður með barnavagna ollu hópslagsmálum, 3 lögregluþjónar særðir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slagsmál brutust út í strætisvagni laugardagskvöldið 8. júlí, í þýsku borginni Bremen. Atvikið átti sér stað eftir að fjórar mæður með barnavagna gátu ekki komið sér saman um hvar koma ætti vögnunum fyrir.

Ein konan hringdi í eiginmann sinn og bróður hans sem mættu á svæðið en þá hafði lögreglan einnig verið kölluð til. Á þessari stundu var eiginkonan í slagsmálum við hinar þrjár en lögreglan reyndi að halda bræðrunum frá.

Kalla þurfti til fleiri lögreglumenn á svæðið eftir að eiginmaðurinn réðist á lögregluþjón og bróðir hans kýldi lögreglukonu. Bræðurnir voru sturlaðir af reiði og kölluðu lögregluþjónana „tíkarsyni“.

Um 50 manns söfnuðust í kring til að fylgjast með slagsmálunum og mikinn fjölda lögregluþjóna þurfti til að halda fólki í skefjum. Þegar rykið settist lágu þrír lögreglumenn særðir eftir og bræðurnir tveir voru fluttir í fangageymslur. Þeir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás og brot gegn valdsstjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum