fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sveinn Gestur og Jón Trausti bera fyrir sig að þeir hafi verið að sækja garðverkfæri

Jón Trausti Lúthersson sagður hafa hvatt Svein Gest áfram

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Gestur Tryggvason og Jón Trausti Lúthersson neita því að hafa ráðist á Arnar Jónsson Aspar. Þeir segja að þeir hafi einungis verið að sækja garðverkfæri til Arnars og þá hafi hann að ástæðulausu ráðist að þeim vopnaður kústskafti. Þeir segja að Arnar hafi svo veist að þeim með járnröri og því hafi þeir séð sig knúna að verja sig.

Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Sveins Gest sem var staðfestur í gær af Hæstarétti. Líkt og hefur komið fram var Jóni Trausta sleppt úr haldi í gær meðan Sveinn Gestur skal sæta gæsluvarðhaldi til 21. júlí.

Framburður vitna af manndrápinu samræmist ekki þessari lýsingu þeirra um málsatvik umrætt kvöld í Mosfellsbæ. Snapchat-upptökur bendi fremur til þess að þeir hafi ráðist að tilefnislausu á Arnar, líkt og lögreglustjóri telur. Samkvæmt vitnum þá kom til átaka áður en Arnar sótti kúst til að verja sig. Vitni sögðu enn fremur að Arnar hafi svo sótt járnrör og hafi hlaupið í átt að bíl sem að Sveinn Gestur og Jón Trausti voru í.

Þá hafi Jón Trausti tekið rörið af Arnari svo hann féll í jörðina og meðan Sveinn Gestur hélt honum á maganum, sló hann ítrekað í andlitið og hélt honum í hálstaki sem samkvæmt lýsingu vitna hafi varað í umtalsverðan tíma. Samkvæmt vitnum fylgdist Jón Trausti með þessu og hvatti Svein Gest áfram.

Samkvæmt bráðabrigðarniðurstöðu krufningar er talið að andlát Arnars megi rekja til hálstaksins. Það sé aðalþátturinn í andláti Arnars og því sé Jón Trausti laus úr haldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum