fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Hræðsla í háloftunum: Flugstjórinn bað farþega um að biðja

Engu líkara en farþegar væru staddir inni í þvottavél

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hræðsla hafi gripið um sig meðal farþega í vél AirAsia sem var á leið frá Perth í Ástralíu til Malasíu í gær. Vélarbilun gerði vart við sig í fluginu með þeim afleiðingum að vélin fór að hristast. Sögðu farþegar að það hafi engu verið líkara en að þeir væru staddir inni í þvottavél.

Meðfylgjandi er myndskeið sem var tekið inni í flugvélinni.

Um borð voru 359 manns og var vélinni snúið við aftur til Ástralíu þegar flugmenn urðu varir við bilunina.

Malik Mascerenhas, sem var farþegi um borð, sagði við Channel Seven-sjónvarpsstöðina að hann hafi óttast um líf sitt. „Við hugsuðum öll að við værum á leiðinni niður,“ sagði hann á meðan annar farþegi, Tim að nafni, sagði að margir hefðu grátið og sumir hefðu dregið fram björgunarvesti ef illa færi.

Flugstjóri vélarinnar sagði við farþega í hátalarakerfi vélarinnar að nú væri rétti tíminn til að biðja. „Ég ætla að biðja líka og við skulum vona að við komumst öll heim,“ sagði hann. Sophie Nicolas, farþegi um borð, sagði að af viðbrögðum flugstjórans að dæma hafi ástandið verið alvarlegt.

Damos Stevens, kennari sem var um borð, sagði að örvænting hefði ekki gripið um sig meðal farþega þó greina hefði mátt mikla hræðslu. Sagði hann að einhverjir hefðu þurft á aðstoð fagfólks að halda þegar vélin lenti aftur í Ástralíu.

Forsvarsmenn Air Asia segja að rannsókn muni fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Þá hafi þeim farþegum sem það þáðu verið boðin viðeigandi aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp