fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Evrópubúar jákvæðari gagnvart ESB ári eftir Brexit kosninguna

Vilja samt kjósa um aðild – Grikkir neikvæðastir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. júní 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pew Research Center gerði könnun í apríl í 10 af fjölmennustu Evrópusambandsríkjunum þar sem spurt var út í ýmsa þætti varðandi sambandið og fleira. Tæplega 10.000 manns svöruðu könnuninni í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni, Svíþjóð, Grikklandi, Póllandi, Hollandi og Ungverjalandi.

Pólverjar jákvæðastir – Grikkir neikvæðastir

Jákvæðni í garð sambandsins er nokkuð há, um 63% að meðaltali. Hæst í Póllandi (74%) og Þýskalandi (68%) en lægst í Grikklandi (33%). Athygli vekur að meira en helmingur Breta er jákvæður í garð sambandsins eða 54%.

Þegar spurt var hvort að fólk vildi að ríki þeirra yfirgæfi sambandið svöruðu aðeins 18% því játandi. Einungis 11% Þjóðverja og Pólverja vilja yfirgefa það en hæst var hlutfallið í Grikklandi og Ítalíu (35%).

Meirihluti Evrópubúa (53%) vill hins vegar kjósa um framtíð sína í sambandinu rétt eins og Bretar gerðu fyrir ári síðan. Spánverjar eru ákafastir í að fá þjóðaratkvæðagreiðslu (65%) en einungis í tveimur löndum, Hollandi og Ungverjalandi, var hlutfallið undið 50%

69% Evrópubúa telja að Brexit muni hafa slæm áhrif á Evrópusambandið en talsvert færri, um 55% telja það muni hafa slæm áhrif á Bretland sjálft.

Óvinsælir stjórnmálaflokkar

Þegar spurt var út í einstök mál ber helst að nefna að meirihluti telur að flóttamannastefna sambandsins sé misheppnuð og um 74% vilja að þjóðríkin hafi meiri stjórn á innflytjendastefnu sinni. 51% vilja að þjóðríkin stýri verslunarsamningum við umheiminn og 49% telja að Þjóðverjar hafi of mikil völd innan sambandsins. Hollendingar og Svíar hafa mesta trúnna á Angelu Merkel (89%) en Grikkir langminnsta (15%).

Ólíkt Evrópusambandinu sjálfu þá fá stjórnmálaflokkar heima fyrir heilt yfir mjög slæma umsögn svarenda. Af þeim 42 stjórnmálaflokkum sem spurt var um fá einungis 5 þeirra jákvæða umsögn. Það eru Kristilegir Demókratar og Sósíaldemókratar í Þýskalandi, Flokkur Fólksins og Sósíalistaflokkurinn í Hollandi, og Demókrataflokkurinn í Svíþjóð. Verstu útreiðina fá grískir flokkar, enginn þeirra fær meira en 22%. Enginn hægri-pópúlistaflokkur fær meira en 30% jákvæðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp