fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jóhann Björn dæmdur fyrir að slá mann með Smirnoff vodkaflösku – Ætlaði að temja hesta í sumar: „Ég hef ekki gert neinum mein, nema sjálfum mér“

Eini útigangsmaðurinn á Selfossi hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi.

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 13. júní 2017 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Björn Guðmundsson, fangi á Litla-Hrauni, hefur verið dæmdur tíu mánaða fangelsi. Hann var dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórn.

Jóhann Björn sagði sögu sína í DV í mars en hann varð fyrir fólskulegri meðferð fangavarðar í byrjun árs. „Ég man lítið eftir þessu en ég finn fyrir afleiðingunum. Ég er enn aumur í skrokknum eftir barsmíðarnar,“ sagði Jóhann Björn um það atvik. Það mál er nú rannsakað sem sakamál af lögreglu.

Jóhann Björn sagði að hann hafi glímt við alvarlegt áfengisvandamál um langt skeið. „Það er erfitt að upplifa þessa frelsissviptingu og mér finnst ekki að ég eigi heima hér. Ég er ekki glæpamaður, ég er alkóhólisti,“ sagði Jóhann Björn.

Ætlaði að flytja í sveitina

Jóhann Björn er nú í fangelsi á Litla-Hrauni. Hann átti að losna í vikunni en eftir þennan dóm héraðsdóms þarf Jóhann að setja inni fram á haust hið minnsta. Samkvæmt heimildum DV skrifaði Jóhann Björn á plagg þess efnis að hann myndi una dómi Héraðsdóms. Sjálfur kveðst hann ekki hafa gert sér grein fyrir hvaða pappíra hann væri að setja nafn sitt við. Er hann afar ósáttur við að losna ekki úr fangelsinu á Litla-Hrauni.

Segir Jóhann í samtali við DV að hann hafi sett stefnuna á að flytja inn á vin sinn úti í sveit og vinna þar við að temja hesta. Jóhann var á árum áður einn fremsti tamningarmaður landsins og sá meðal annars um tamningar fyrir Sigurbjörn Bárðarson, þann merka knapa.

Þrjú brot gegn valdstjórn

Jóhann Björn var dæmdur í gær við Héraðsdóm Suðurlands en undanfarin ár hefur hann verið eini heimilislausi íbúinn á Selfossi. Hann var dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann með Smirnoff vodkaflösku í höfuðið þannig að flaskan brotnaði. Þetta átti sér stað við íbúðargám við Árveg á Selfossi árið 2015.

Hann er jafnframt dæmdur fyrir þrjú brot gegn valdstjórn. Í fyrsta lagi fyrir að hafa sparkað í nára lögreglumanns sama kvöld og líkamsárásin. Í öðru lagi fyrir að hafa í nóvember í fyrra hótað þremur lögreglumönnum og börnum þeirra lífláti. Í þriðja lagi fyrir að hafa hótað og kýlt lögreglumann sem var að færa hann í fangageymslu rétt fyrir síðustu jól.

Hjólaði heim

Í dómnum kemur fram að Jóhann Björn hafi tekið afskiptum vegna líkamsárásarinnar mjög illa. Fórnarlambið í málinu sagði að hafi verið á heimili Jóhanns Björns í íbúðargáminum og verið að þrífa hjá honum glerbrot sem þar voru eftir að gluggi brotnaði.

„Hafi svo ákærði skyndilega rokið upp og sagt að hann skyldi ekki vera að skipta sér af þessu neitt og lamið sig í höfuðið með glerflösku. Hafi brotaþoli hálfvankast við þetta en komist heim til sín af sjálfsdáðum á hjóli og konan hans hringt á aðstoð,“ segir í dómi.

„Einhver fyllerísvitleysa“

Jóhann Björn sagði sjálfur í viðtali við DV að margir hafi framið verri glæpi en hann sjálfur. „Ég geri engum mein og það vissu allir. Núna má ég varla rölta framhjá verslunum þá er lögreglan kölluð til. Áður fyrr leystu lögreglumennirnir málið með lagni en ungir afleysingamenn í dag taka á málunum af of mikilli hörku. Það er dýrt fyrir samfélagið að einhver fyllerísvitleysa fari í gengum allt dómskerfið og endi með því að ég sé dæmdur í fangelsi,“ sagði Jóhann Björn og bætti við: „Ég hef ekki gert neinum mein, nema sjálfum mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku