fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Ólafur Ólafsson birtir myndband um söluferli Búnaðarbankans

Ólafur heldur á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis síðar í dag

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 17. maí 2017 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af greinargerð sem hann hyggst flytja á fundi sínum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Fundurinn hefst klukkan 15:15 í dag og verður hann opinn fjölmiðlum.

Ástæða þess að Ólafur birtir greinagerðina á netinu er sú að hann fær aðeins 10-15 mínútur til þess að tjá sig en hann hafði gert ráð fyrir mun lengri tíma. Upptakan sem hann birtir á Youtube er tæpur klukkutími að lengd. Hann segist virða þá ákvörðun nefndarmanna og hafi tilkynnt þeim í bréfi að greinargerðin verði birt í heild sinni fyrir fundinn. Þannig geti nefndarmenn og almenningur kynnt sé efni hennar fyrir fundinn.

Myndbandið er birt á vefnum söluferli.is. Þar segir að markmiðið sé að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og umgjörð aðkomu þýska bankans við söluna á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003 og að Ólafur hafi aldrei í rannsóknarferlinu fengið að sjá nein gögn til að tjá sig um né notið andmælaréttar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.

Myndbandið í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd