fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Konan sem velti bifreið við Bónus: „Ég var bara að leggja“

Zulma Ruth er ómeidd eftir slysið

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 9. maí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af bílveltu við Bónus-verslun í Árbæ í gær hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Blessunarlega urðu engin slys á fólki og í því ljósi voru netverjar fljótir að sjá spaugilegu hliðarnar á atvikinu.

Á myndum sést hvar ljósbrún fólksbifreið af gerðinni Nissan Almera liggur snyrtilega upp á hlið við vegg Bónus-verslunarinnar. Meðal annars hafa myndir af slysinu verið vinsælar inni á Facebook-síðunni „Verst lagði bíllinn“ þar sem góðborgarar taka myndir af illa lögðum bílum og birta á síðunni. Þar er bílstjóri bílsins lofsamaður fyrir góða nýtingu á stæðum.

DV heyrði í eiganda bílsins, Zulmu Ruth Torres, sem var að jafna sig eftir áfallið.

„Ég fór upp á spítala í gær en er að jafna mig. Ég er alveg í lagi,“ segir Zulma Ruth. Það sama er ekki að segja um bifreið hennar sem er talsvert skemmd eftir slysið.

Zulma Ruth kunni engar nánari skýringar á því hvað hefði gerst. „Ég var bara að leggja,“ sagði Zulma Ruth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“