fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Breskur læknir grunaður um barnaníð í Kambódíu: Ferðatöskur fullar af barnafötum og Barbie-dúkkum

Clive Cressy (69) handtekinn á kaffihúsi í Phnom Penh á fimmtudag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski læknirinn Clive Cressy, 69 ára, var handtekinn á kaffihúsi í höfuðborg Kambódíu á fimmtudag og ákærður fyrir barnaníð í kjölfar lögreglurannsóknar. Í ljós kom að í ferðatöskum hans voru m.a. barnaföt, litabækur og Barbie-dúkkur.

Læknirinn er sakaður um að hafa greitt fjórum ungum stúlkum, 12, 13, 14 og 15 ára fyrir vændi. 27 ára gömul kærasta hans frá Víetnam var einnig handtekin en hún er grunuð um að hafa útvegað lækninum börnin. Lögregluyfirvöld í Kambódíu fullyrða að Cressy hafi greitt sem nemur ríflega 300 þúsund krónum fyrir að níðast á hreinni mey.

Meðal muna sem haldlagðir voru í húsleit hjá Cressy.
Dúkkur og litabækur Meðal muna sem haldlagðir voru í húsleit hjá Cressy.

Parið kom fyrir dómstól í Phnom Penh í gær þar sem þau hlýddu á sakarefni og voru síðan flutt í gæsluvarðhald. Réttarhöldin fara fram síðar á árinu.

Lögreglan sýndi fjölmiðlum ferðatöskur Cressys, þar sem sjá mátti barnaskó og föt af ýmsum toga.
Barnaföt og skór Lögreglan sýndi fjölmiðlum ferðatöskur Cressys, þar sem sjá mátti barnaskó og föt af ýmsum toga.

Breska dagblaðið Daily Mail hefur eftir Keo Thea, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar í Phnom Penh, að fylgst hafi verið með Cressy um nokkurra mánaða skeið.

Eftir að hafa verið handtekinn á kaffihúsi í síðustu viku var gerð húsleit í íbúð hans þar sem ýmislegt grunsamlegt fannst. Meðal annars ferðatöskur með leikföngum, barnafötum, kynlífsleikföngum, stinningarlyfjum og fleiru. Lagði lögreglan einnig hald á tölvu og myndbandsupptökuvél.

Lögreglan hóf að fylgjast með Cressy eftir að mæður stúlknanna sem honum er gefið að sök að hafa níðst á tilkynntu hann til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík