fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Tortímandinn í Laugarneskirkju

Spádómurinn um hinn komandi messías einkennir myndirnar – Trúarstef út um allt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndirnar um Tortímandann (e. Terminator) verða sýndar í einni beit í Laugarneskirkju í dag. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við kirkjuna, hyggst þar benda á trúarstef sem sjá má í myndunum en þrjár myndir verða sýndar í dag. Sú fjórða bíður hins vegar seinni tíma.

Davíð Þór segir í samtali við DV að löng hefð sé fyrir fræðslu í kirkjunni á föstunni. Fólk komi saman og íhugi á föstudaginn langa. Það sé markmiðið með sýningunni á myndunum nú í dag, að fræða og benda á tengsl við krossfórnina. „Það eru trúarstef í ólíklegustu kvikmyndum og ég hef sérstaklega gaman af því að greina og benda á slík stef í myndum sem má segja að séu kannski ólíklegar, ekki myndir sem sýndar eru í Bíó Paradís eða hjá Græna ljósinu heldur einmitt Hollywood-kvikmyndir af þessu tagi. Ég hef flutt fyrirlestra um slíkt áður.“

Davíð Þór segir að þegar litið sé á menningu, hámenningu sem lágmenningu, komi í ljós að vart sé til nokkur frumleg hugmynd, allt sé sótt í sameiginlegan sjóð mennskunnar. „Við erum öll að fiska eftir stefjum og hugmyndum sem koma úr biblíunni, þó að þaðan geti þær verið komnar annars staðar frá. Þetta eru upprisan, þetta er spádómurinn um hinn komandi messías. Þetta sést í Tortímendamyndunum og ekki síst þeirri fyrstu. Þar er það spádómurinn um að Sarah Connor muni verða þunguð og fæða frelsara mannkyns.“

Davíð Þór segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við fyrirhuguðum kvikmyndasýningum þó hann hafi líka orðið var við að ekki alveg öllum þyki við hæfi að kirkjan standi fyrir kvikmyndasýningum sem þessum. „Ég geri mér grein fyrir að þetta væri varla hægt á Eskifirði, þar sem fólk kannski vill og á rétt á að koma til kirkju á föstudeginum langa. Í Reykjavík er hins vegar val um fjölda annarra kirkna. Þess vegna bjóðum við fólki upp á þennan valkost, að koma til okkar og hugleiða fórnina, fórn í þágu annarra.“

Sýningarnar hefjast á fyrstu myndinni, Tortímandanum, klukkan þrjú í safnaðarheimili Laugarneskirkju, og standa sýningar fram á kvöld. Ekkert kostar inn, allir eru velkomnir og velkomið er að taka með sér nesti, popp og gos, ef vill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann