fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Átján létust í umferðarslysum árið 2016

Ekki hafa svo margir látist í umferðinni hér á landi frá árinu 2006

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin slysaskýrsla Samgöngustofu fyrir árið 2016 og hana má nálgast í heild sinni á vef Samgöngustofu.
Á undanförnum tveimur árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í annars jákvæðri þróun hvað varðar fækkun umferðarslysa árin þar á undan.

Síðastliðin tíu ár (2007-2016) hafa 126 manns látist í umferðinni á Íslandi en tíu ár þar á undan (1997-2006) létust 244.

Árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi bæði hvað varðar fjölda látinna og slasaðra. Til að sá árangur sem hafði náðst í fækkun umferðarslysa fram að árinu 2015 tapist ekki þarf að bregðast strax og með markvissum hætti við þeirri aukningu sem orðið hefur á undanförnum tveimur árum hvað varðar fjölda banaslysa.

18 létust í umferðinni

Alls létust 18 einstaklingar í jafnmörgum banaslysum í fyrra og hafa ekki svo margir látist í umferðinni hér á landi frá árinu 2006 en þá létust 31 í umferðinni. Flest slysin urðu á höfuðborgarsvæðinu.

Þrettán karlar létust og fimm konur. Þrír karlmenn létust vegna ölvunaraksturs og þrír karlmenn létust vegna fíkniefnaaksturs , þar af einn í slysi þar sem ölvun og fíkniefnanotkun var orsök slyssins. Engin kona lést vegna ölvunaraksturs eða fíkniefnaaksturs. Þrettán létust í dreifbýli en fimm í þéttbýli. Þrettán létust í fólksbifreið (tíu ökumenn og þrír farþegar), einn ökumaður vörubifreiðar, tveir bifhjólamenn og tveir fótgangandi.

21% aukning alvarlega slasaðra

Það er ekki aðeins að aukning sé í fjölda látinna heldur fjölgar slösuðum einnig talsvert mikið á milli ára.

Alvarlega slösuðum fjölgar úr 178 í 215 á milli ára og hafa ekki verið fleiri frá árinu 1999. Er þetta aukning upp á 21% á milli ára. Lítið slösuðum fjölgar úr 1130 í 1196 á milli ára eða um 6% og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2008. Alls fjölgar slösuðum og látnum úr 1324 í 1429 á milli ára eða sem nemur 8%. Samanlagður fjöldi slasaðra og látinna hefur ekki verið hærri frá árinu 2008.

Þjóðerni látinna og alvarlega slasaðra

14 íslendingar létust, 2 ferðamenn og 2 innflytjendur, þ.e. útlendingar með íslenska kennitölu. Af þeim 215 sem slösuðust alvarlega voru 151 Íslendingur, 47 erlendir ferðamenn og 17 innflytjendur. Á myndinni hér að neðan sést fjöldi og hlutfall Íslendinga og þeirra sem eru af erlendum uppruna í hópi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega.
Samanburður við hin Norðurlöndin

Í samanburði við hin Norðurlöndin er fjöldi látinna mestur hér á landi árið 2016 líkt og árið þar á undan. Erum við með flesta látna miðað við höfðatölu en fyrir árið 2015 gerðist það síðast árið 2006. Fæstir hafa látið lífið í umferðinni hér á landi á fimm árum af tíu í samanburði við Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland. (Sjá kafla 2.6.2 í skýrslunni). Það var árin 2007, 2008, 2010, 2012 og 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“