fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Móðir Birnu fylgist ekki með rannsókn málsins

Leitast við að ná fótfestu í lífinu á ný eftir áfallið

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þegar málaferli í máli Elsku Birnu minnar eru að fara að hefjast þá vil ég taka fram að ég hef ekki fylgst með rannsókn málsins og ég mun ekki fylgjast með málinu. Ég óska því eftir því að fjölmiðlar virði þá ákvörðun mína og leiti ekki eftir minni skoðun varðandi það.“

Fylgist ekki með

Þetta segir tilkynningu frá Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu Brjánsdóttur, sem hún birti á Facebook í morgun.

Þar biðlar Sigurlaug til fjölmiðla að virða ákvörðun sína. Um þessar mundir leitast Sigurlaug við að ná fótfestu aftur í lífinu eftir fráfall dóttur sinnar og segir að umræðan um málaferlin myndu valda sér óþægindum. Því hafi hún ákveðið að fylgjast ekki með þeim.

Olsen ákærður

Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Olsen hefur verið í gæsluvarðhaldi í 11 vikur, eða síðan hann var handtekinn í janúar í aðgerðum um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq.

Birna Brjánsdóttir sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn en skilaði sér ekki heim. 22. janúar, í kjölfarið á einni umfangsmestu leit Íslandssögunnar, fannst lík Birnu við Selvogsvita.

Líkt og fram hefur komið neitar Olsen sök en hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla 20 kílóum af hassi frá Danmörku til Grænlands, sem fundust við leit um borð í Polar Nanoq á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum