fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Björgólfur hraunar yfir Ólaf og „Svika-hópinn“: Tækifærissinnar sem voru skuldsettir upp að öxlum

Segir einkavæðingarferlið hafa breyst og verið lagað að S-hópnum –Hauck & Aufhäuser lítill einkabanki sem enginn þekkti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2017 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hópur þjóðkunnra tækifærissinna setti saman Svika-hópinn sem átti ekkert erlent fjármagn og var skuldsettur upp að ölxum, notaðist við lánsfé og tók síðan fleiri lán til viðbótar,“ skrifar Björgólfur Thor Björgólfsson í grein um skýrsluna um einkavæðingu Búnaðarbankans, sem birtist á heimasíðu hans nú fyrir stundu. Þar fá Ólafur Ólafsson og S-hópurinn á baukinn, frá einum af fyrrverandi eigendum Landsbankans.

Einkavæðingin fór eftir duttlungum S-hópsins

Björgólfur rifjar upp að allt einkavæðingarferlið hafi breyst um leið og S-hópurinn kom að því, en Björgólfur kallar fjárfestahópinn „Svika-hópinn.“

„Einkavæðing beggja banka fór að miðast í öllu við þarfir þessa hóps og óskir, tímasetningar og framkvæmd öll fór eftir duttlungum hans.“

Birtir Björgólfur Thor síðan stuttan kafla úr bók hans, Billions to Bust and Back þar sem segir:

„Ég hefði átt að snúa baki við öllu saman þegar ég áttaði mig á því hvað var í gangi. Ég hefði átt að segja: „Það er skítalykt af þessu og það er hættulegt.“ Innsæið sagði þetta líka en ég hlustaði ekki af því að ég hélt að ég yrði útmálaður sem misheppnaður og tapsár ef ég færi að halda því fram að samningurinn væri fyrirfram ákveðinn. Þess í stað skrifaði ég bréf til Davíðs forsætisráðherra, Geirs Haarde fjármálaráðherra og einkavæðingarnefndar og mætti í fjölmiðlaviðtöl þar sem ég sagði að einkavæðingarferli beggja bankanna væru ógagnsæ og óskýr. Ég sagði þeim að einkavæðingarreglur í Búlgaríu væru skýrari en þær íslensku. En athugasemdirnar fengu enga athygli. Síðar fyrirskipaði þingið rannsókn en þar var farið á hundavaði yfir hlutina. Eftir hrunið kom í ljós að það sem ég hafði verið að segja átti rétt á sér.“

Björgólfur segir S-hópinn samt hafa þurft að sýna fram á að hann styddist við öflugan, erlendan banka til að eiga von til þess að ríkið vildi selja þessu „samansafni lukkuriddara“ ráðandi hlut í Búnaðarbankanum.

„Lengi vel létu þeir eins og franski stórbankinn Société Général væri með þeim í kaupunum, en að lokum reyndist stóri, erlendi bankinn vera lítill, þýskur einkabanki sem enginn þekkti til. Og sá banki bara ómerkilegur leppur Ólafs Ólafssonar.“

Endurtóku leikinn með riddara á arabískum hesti

Björgólfur gerir að því skóna að Ólafi og félögum hafi þótt svo vel takast til með blekkingarnar að þeir hafi verið reiðubúnir að endurtaka leikinn, rúmum fimm árum síðar í Al-Thani fléttunni.

„Haustið 2008, og þá með riddara á arabískum hesti, sem kom til bjargar á ögurstundu. Um þær æfingar hefur Hæstiréttur haft miður falleg orð:

• „ . . . þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“
• „ . . . beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild“

„Þessi orð er allt eins hægt að nota um fléttu Ólafs Ólafssonar og „the usual suspects“ við kaupin á Búnaðarbankanum,“ skrifar Björgólfur.

Kallar eftir rannsókn á einkavæðingu bankanna

Hann rifjar loks upp að hann hafi alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og að hann ítreki það nú.

„Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru. Og tímabært að stjórnmálamenn standi við yfirlýsingar sínar um gagnsæi. Ég er reiðubúinn að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum