fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Eliza Reid: „Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það“

Veit af eigin reynslu hversu erfitt er að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. mars 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum öll að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Við þurfum að kenna börnunum það sama. En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það,“

Þetta skrifar Eliza Reid forsetafrú á Facebook síðu sína í dag og vísar þar í þá miklu gagnrýni sem Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur mátt þola í vikunni, eftir að hún tjáði sig um ummæli Mikaels Torfasonar um fátækt á Íslandi.

Elíza segir frá því að hún og Guðni maður hennar hafi nýlokið opinberri ferð til Noregs. Þar gerði Guðni sitt besta til að flytja ræður og veita viðtöl á norsku þrátt fyrir að hann viðurkenni fúslega að kunnáttu hans í tungumálinu megi bæta. Eliza segir að þau hafi þegar frétt að Norðmenn hafi kunnað vel að meta að hann skyldi ekki nota ensku.

„Á Íslandi eru innflytjendur núna nær 10% mannfjöldans,“ skrifar Eliza og heldur áfram. „Ég er í hópi þeirra Íslendinga sem eru fæddir erlendis og fengu síðar íslenskt ríkisfang. Ég er stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis, í hvaða flokki sem er. Ég veit af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“

Eliza segir að þótt hún þurfi ekki að flytja ræður á Alþingi komi hún reglulega fram og tali þá oftast Íslensku. „Ég geri mitt besta og sem betur fer er mér alltaf vel tekið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum