fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Móðir Sindra óskar eftir þinni aðstoð: „Ég efast um að sá hinn sami viti hvað gerðist“

Drífa Alfreðsdóttir birti sláandi mynd af bíl Sindra í þeirri von að vitni gefi sig fram

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 23. mars 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er mjög veikur. Það er ekkert öðruvísi. Hann er heppinn að vera á lífi.“ Þetta segir Drífa Alfreðsdóttir sem er móðir piltsins sem lenti í alvarlegum árekstri á Reykjanesbrautinni, skammt austan við Kaplakrika, síðastliðinn mánudagsmorgun.

Bílinn er gjörónýtur

Í gærkvöldi birti Drífa mynd af bílnum sem sonur hennar var í þegar slysið varð. Líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar þá er hann gjörónýtur.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn á mánudag var óskað eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut skammt austan við Kaplakrika, móts við Setbergið.

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 10.20 síðastliðinn mánudag, 20. mars. Þar rákust saman Toyota Yaris, vínrauð að lit, sem ekið var vestur Reykjanesbraut og Peugeot Partner, hvít að lit, sem ekið var austur Reykjanesbraut. Yaris bifreiðin fór yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð og hafnaði hún utan vegar.

Ítrekar beiðni lögreglunnar

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið 0140@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Drífa vill með myndbirtingunni ítreka beiðni lögreglunnar að þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu gefi sig fram við lögreglu.

Við myndina skrifar Drífa: „Við biðjum um aðstoð og deilingu. Finnum þann sem keyrði í veg fyrir Sindra. Ég efast um að sá hinn sami viti hvað gerðist“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp