fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ótrúlegur viðsnúningur WOW: Úr hundruð milljóna tapi í milljarða hagnað

Flugfélagið tapaði 1,7 milljörðum fyrstu þrjú rekstrarárin – Hagnaður síðustu tveggja ára 5,4 milljarðar – Sjáðu tölurnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 14:41

Flugfélagið tapaði 1,7 milljörðum fyrstu þrjú rekstrarárin – Hagnaður síðustu tveggja ára 5,4 milljarðar - Sjáðu tölurnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið WOW air hefur hagnast um alls 5,4 milljarða króna síðustu tvö ár eftir að hafa tapað alls tæplega 1,7 milljörðum króna fyrstu þrjú rekstrarár sín. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á flugfélaginu en á síðasta árið nam hagnaður þess 4,3 milljörðum króna. Vöxtur félagsins hefur einnig verið ör og ljóst að flugfélagið fer nú með himinskautum í kjölfar stóraukins fjölda ferðamanna sem koma til Íslands.

WOW air greindi frá afkomu sinni árið 2016 í dag þar sem fram kemur að tekjur félagsins hafi numið 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna.
Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára.

Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015.

Aukin umsvif – Flogið með 1,6 milljónir farþega

Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur. Þess ber að geta að félagið byrjaði með tvær þotur, árið 2012 eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.

Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.

WOW air byrjaði með 2 vélar í flota sínum árið 2012 en þær verða orðnar 17 í ár.
Fjólublá loftbrú WOW air byrjaði með 2 vélar í flota sínum árið 2012 en þær verða orðnar 17 í ár.

Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.

Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.

Í töflunum hér fyrir neðan má sjá hversu mjög umsvif WOW air hafa aukist og hversu ör þróunin hefur verið.


Svona hefur WOW air vaxið

WOW Hagnaður/ -Tap
2016 4,3 milljarðar
2015 1,1 milljarður
2014 -560 milljónir
2013 -330 milljónir
2012 -794 milljónir

Árið 2012 var fyrsta heila rekstrarár WOW air.


WOW 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi starfsmanna/ heildarfjöldi 70 150 185 280 720 1100
Fjöldi starfsmanna/ flugáhafnir 55 120 140 190 540 800
Fjöldi áfangastaða í Evrópu 13 14 14 17 20 20
Fjöldi áfangastaða í N-Ameríku 0 0 0 2 6 9
Fjöldi véla í flota 2 3 4 5 12 17
Farþegar 111.400 421.000 495.000 730.000 1.660.000 3.000.000
Fjöldi fluga í áætlun hvert ár 1050 2950 3500 4670 9000 16000

Tölur fyrir 2017 eru áætlanir WOW, þar sem við á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“