fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu þegar velska kennaranum var vísað frá borði í Keflavík

Juhel er gríðarlega ósáttur við framgöngu bandarískra stjórnvalda

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er búið að reka mig frá borði. Ég er ekki á leiðinni til New York.“ Þetta segir velski kennarinn, Juhel Miah, í myndbandsupptöku sem hann tók upp á meðan starfsmaður Keflavíkurflugvallar fylgir honum í gegnum flugstöðina þar sem hann bíður þess að fá frekari upplýsingar.

Líkt og áður hefur komið fram var Juhel kominn um borð í farþegaþotu Icelandair sem fór til New York síðdegis þann 16. febrúar síðastliðinn. Juhel var vísað frá borði sökum þess að bandarísk stjórnvöld vildu ekki hleypa honum inn í landið.

Þá var búið að taka farangur Juhel frá borði áður en honum var tilkynnt um að hann fengi ekki að fara með vélinni.

Juhel er gríðarlega ósáttur við framgöngu bandarískra stjórnvalda í málinu og krefst þess að fá svör við því af hverju honum var meinað að koma til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“