fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hryðjuverkaógn kostar París milljarða

Ferðamenn finna til óöryggis í borginni – Gistinóttum fækkaði um 1,5 milljónir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verulega hefur dregið úr ferðum ferðamanna til Parísar og er ástæðan sögð ótti við hryðjuverkaárásir. Talið er að tap ferðamannaiðnaðarins vegna þess nemi nærri 150 milljörðum íslenskra króna, bara á síðasta ári. Gistinóttum frá fyrra ári fækkaði um 1,5 milljónir.

Á síðastliðnum tveimur árum hafa öfgamenn gert fjölda árása í frönsku höfuðborginni. Meðal þeirra alvarlegustu má nefna árásina á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í janúar 2015 og hryðjuverkaárásir á tónleikagesti í Bataclan-leikhúsinu og víðar í nóvember sama ár en þær árásir eru mannskæðustu hryðjuverkaárásir í sögu Frakklands þar sem 219 manns létu lífið. Þá var gerð hryðjuverkaárás í Nice á Bastilludaginn 14. júlí, þjóðhátíðardag Frakka, á síðasta ári en þar var stolnum flutningabíl ekið inn í mannfjölda á leið heim eftir hátíðarhöldin. 86 manns létust í árásinni.

Samdrátturinn birtist víða í ferðamannaþjónustunni. Þannig heimsóttu fjórðungi færri Eiffel-turninn á síðasta ári en gerðu það árið áður. Í nýrri skýrslu ferðamannaráðs Parísarborgar kemur fram að þrátt fyrir verulega herta öryggisgæslu í borginni finni ferðamenn, einkum frá Evrópu og Asíu, til óöryggis. Mestur samdráttur hefur orðið í komum kínverskra og japanskra ferðamanna til Parísar. Á milli áranna 2015 og 2016 fækkaði komum Kínverja til borgarinnar um 21,5 prósent, sem samsvarar 268 þúsund ferðamönnum. Japönum fækkaði um 41,2 prósent, um 225 þúsund ferðamenn. Þá fækkaði Ítölum sem sóttu París heim um 26,1 prósent sem samsvarar 215 þúsund ferðamönnum. Þó er tiltekið í skýrslu ráðsins að samdráttur í komum ferðamanna til borgarinnar sé minni en búist var við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“