fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Dill fær Michelin-stjörnu, fyrst íslenskra veitingahúsa

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dill Restaurant á Hverfisgötu hefur fengið Michelin-stjörnu, fyrst íslenskra veitingastaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Michelin Nordic.

Í tilkynningu sem Dill sendi frá sér rétt í þessu kemur fram að um sé að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Staðurinn hefur hlotið margskonar viðurkenningar og hefur nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar, að því er segir í tilkynningunni. Nú bætist Michelin-stjarnan í safnið.

„Ragnar Eiríksson matreiðslumaður tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda DILL, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitngastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York í samstarfi við Claus Meyer. Agern fékk sína Michelin stjörnu seint á síðasta ári,“ segir í tilkynningunni. Þar segir enn fremur:

„Veitingastjóri Sæmundar í sparifötunum, Ólafur Ágústsson, tók við stöðu Gunnars og er nú starfandi framkvæmdastjóri á Sæmundi í sparifötunum og hefur yfirumsjón með DILL Restaurant. Innanhúshönnuður DILL er Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður sem hefur skapað sér orð víða um heim fyrir störf sín. Hann gerði leikmyndir fyrir kvikmyndir á borð The Good Heart og París Norðursins og hefur einnig hannað fyrir KEX Hostel, Geysi, Mikkeller og mörg önnur fyrirtæki.“

Þá má geta þess að Færeyingar hafa einnig hlotið sína fyrstu Michelin-stjörnu, en það var veitingastaðurinn KOKS sem varð þess heiðurs aðnjótandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða