fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Dill fær Michelin-stjörnu, fyrst íslenskra veitingahúsa

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dill Restaurant á Hverfisgötu hefur fengið Michelin-stjörnu, fyrst íslenskra veitingastaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Michelin Nordic.

Í tilkynningu sem Dill sendi frá sér rétt í þessu kemur fram að um sé að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Staðurinn hefur hlotið margskonar viðurkenningar og hefur nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar, að því er segir í tilkynningunni. Nú bætist Michelin-stjarnan í safnið.

„Ragnar Eiríksson matreiðslumaður tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda DILL, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitngastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York í samstarfi við Claus Meyer. Agern fékk sína Michelin stjörnu seint á síðasta ári,“ segir í tilkynningunni. Þar segir enn fremur:

„Veitingastjóri Sæmundar í sparifötunum, Ólafur Ágústsson, tók við stöðu Gunnars og er nú starfandi framkvæmdastjóri á Sæmundi í sparifötunum og hefur yfirumsjón með DILL Restaurant. Innanhúshönnuður DILL er Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður sem hefur skapað sér orð víða um heim fyrir störf sín. Hann gerði leikmyndir fyrir kvikmyndir á borð The Good Heart og París Norðursins og hefur einnig hannað fyrir KEX Hostel, Geysi, Mikkeller og mörg önnur fyrirtæki.“

Þá má geta þess að Færeyingar hafa einnig hlotið sína fyrstu Michelin-stjörnu, en það var veitingastaðurinn KOKS sem varð þess heiðurs aðnjótandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Í gær

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Í gær

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“