fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík

Smíði á yfir 900 íbúðum hófst á síðasta ári – Fimmta stærsta árið frá upphafi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smíðar hófust á um 922 íbúðum í Reykjavík á síðasta ári. Árið þar á undan, 2015, hófust smíðar á 926 íbúðum og eru þessi síðustu tvö ár 50 prósent yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á í borginni. Frá árinu 1972 er meðaltalið 616 íbúðir á ári.

Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík fyrir árið 2016. Aðeins fjórum sinnum áður hefur fjöldi íbúða sem hafin er bygging á á einu ári verið meiri en á síðasta ári. Flestar voru þær árið 1973 en þá var hafin bygging á 1.133 íbúðum þegar Breiðholt og Árbær voru í uppbyggingu. Árið 1986 þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp var hafin bygging á 992 íbúðum og loks árið 2005 þegar hafin var bygging á 983 íbúðum en þá voru Grafarholt og Úlfarsárdalur að byggjast upp. Árið 2015 er svo í fjórða sæti með 926 íbúðir og árið 2016 í fimmta sæti með 922 íbúðir.

Sökum þess að byggingartími nýrra íbúða er almennt um tvö til þrjú ár má gera ráð fyrir að fullgerðum íbúðum muni fjölga mikið í ár og næstu 2 ár en samkvæmt mati umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar eru um 1.800 íbúðir í uppbyggingu í dag. Fjöldi fullgerðra íbúða sem teknar voru í notkun í fyrra var 399 og þá voru 461 íbúð skráð á fokheldu byggingarstigi eða tilbúnar til innréttinga. Er það mesti fjöldi frá árinu 2007 þegar 573 fullgerðar íbúðir voru og 338 fokheldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“