fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Trump útskýrir umdeild ummæli um Svíþjóð

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um Svíþjóðarummælin umdeildu sem hann lét falla á fundi með stuðningsmönnum sínum á laugardag. Á fundinum varði Trump þá ákvörðun sína að hindra komu flóttamanna frá múslimaríkjum til Bandaríkjanna.

„Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð í gærkvöldi,“ sagði Trump sem virtist vera að lýsa einhverju atviki í Svíþjóð á föstudagskvöld. „Svíþjóð. Hver hefði trúað því? Svíþjóð. Þeir hafa tekið við miklum fjölda og eiga í vandræðum.“

Staðreyndin er sú að allt var með kyrrum kjörum í Svíþjóð á föstudag og vöktu ummælin þar af leiðandi mikla athygli.

Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði verið að vísa í umfjöllun á Fox News um stöðu mála í Svíþjóð. Hann hefði verið að tala á almennu nótunum en ekki verið að vísa í sérstakt atvik. Í umfjöllun Fox News var rætt við kvikmyndagerðarmanninn Ami Horowitz sem sagðist telja að flóttamenn tengdust aukinni tíðni afbrota í Svíþjóð.

Í umfjöllun Guardian er bent á það að afbrotatíðni hefur haldist nær óbreytt í Svíþjóð síðastliðin 10 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“