fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Laus úr fangelsi: Dæmdur fyrir aðild að versta fjöldamorði í sögu Kanada

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa setið í fangelsi í tæpa tvo áratugi er Inderjit Singh Reyat laus úr fangelsi. Inderjit var dæmdur fyrir aðild að hryðjuverkaárás sem grandaði flugvél Air India-flugfélagsins þann 23. júní árið 1985. Vélin var á leið frá Kanada til Indlands þegar sprengja sprakk um borð.

Flugvélin brotlenti í Atlantshafið þegar hún var í írskri landhelgi með þeim afleiðingum að allir um borð, 329 einstaklingar, létust. Af þeim sem létust voru 268 Kanadamenn, 27 Bretar, 22 Indverjar og 10 Bandaríkjamenn.

Inderjit er kanadískur ríkisborgari en fæddur og uppalinn á Indlandi. Hann var meðlimur í öfgahópi sem barðist fyrir því að Síkar fengju sitt eigið sjálfstæða ríki.

Inderjit var sakfelldur fyrir að búa til sprengjuna sem grandaði vél Air India. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að búa til sprengju sem sprakk á Narita-flugvelli í Japan sem varð tveimur starfsmönnum flugvallarins að bana.

Inderjit játaði sig sekann um manndráp en tveir voru sýknaðir í málinu. Er Inderjit því sá eini sem hlaut dóm vegna voðaverksins.

Að því er AFP-fréttastofan greinir var Inderjit komið fyrir í stofufangelsi í janúar síðastliðnum, en hefur hún nú fengið reynslulausn sem þýðir að hann getur um frjálst höfuð strokið. Hann verður þó áfram undir eftirliti, eða til ársins 2018 að afplánun á dómnum lýkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“