fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ríkharður Jónsson er látinn

Einn besti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa átt

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharður Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er látinn, 87 ára að aldri. Ríkharður spilaði á sínum tíma 33 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 17 mörk. Hann var markahæsti leikmaður landsliðsins um áratugaskeið, eða allt til ársins 2007 að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt 18 landsliðsmark.

Greint er frá andláti Ríkharðs á heimasíðu ÍA

„Með Ríkharði er genginn mikill sómamaður og einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar. Ríkharður hóf að iðka knattspyrnu á unga aldri og þótti strax hafa mikla hæfileika. Hann hóf að leika með meistaraflokki ÍA 1946 þá aðeins 16 ára gamall og sama ár var hann valinn í landsliðhóp Íslands fyrir fyrsta landsleik Íslands,“ segir í fréttinni.

Árið 1947 flutti Ríkharður til Reykjavíkur og nam málaraiðn. Hann lék með Fram næstu fjögur árin þar á eftir og var Íslandsmeistari með liðinu árið 1947. Hann flutti aftur til Akraness og tók við þjálfun ÍA ásamt því að spila með því.

„Þá var hann rösklega 20 ára gamall. Hann byggði upp hið frábæra og goðsagnakennda gullaldarlið Skagamanna og á árunum 1951-1960 vann liðið sex meistaratitla. Það er athyglisvert þegar litið er til baka að Ríkharður hafi á þessum tíma verið þjálfari og lykilleikmaður liðsins og jafnframt landsliðsmaður og stundum líka landsliðsþjálfari. Jafnframt öllu þessu stundaði hann sitt ævistarf sem málararameistari, rak fyrirtæki sitt, hafði marga í vinnu og sló hvergi af sjálfur,“ segir í fréttinni.

Ríkharður er af mörgum talinn í hópi bestu knattspyrnumanna sem Íslendingar hafa átt. Hann var á hátindi ferils síns í kringum miðja 20. öldina. Einn af hans eftirminnilegustu leikjum kom árið 1951 þegar Ísland var frækinn 4-3 sigur á Svíum. Ríkharður skoraði öll mörk Íslands í leiknum.

Alls lék Ríkharður 184 leiki fyrir Skagaliðið og skoraði í þeim 136 mörk. Eftir að ferli hans lauk hélt hann áfram að þjálfa ÍA og gerði það nær sleitulaust til ársins 1973.

Auk þess að láta sig knattspyrnuna varða var hann mikill félagsmálamaður. Hann var formaður ÍA um árabil og átti auk þess sæti í bæjarstjórn Akraness.

Ríkharður naut mikillar virðingar og var sæmdur heiðurskrossi KSÍ auk þess að vera meðlimur í heiðurshöll ÍSÍ, heiðursfélagi í ÍA og KFÍA. Loks var hann gerður að heiðursborgara á Akranesi árið 2008.

„Ríkharður var mikill fjölskyldumaður. Eiginkona hans var Hallbera Leósdóttir sem lést 9. janúar sl. Börn þeirra eru fimm og í aldursröð Ragnheiður, Hrönn, Ingunn, Sigrún og Jón Leó. Knattspyrnufélag ÍA þakkar Ríkharði af heilum hug hans störf fyrir knattspyrnuna á Akranesi og allan þann stuðning sem hann veitti á löngum tíma. Börnum þeirra og öðrum aðstandendum eru sendar hugheildar samúðarkveðjur,“ segir á heimasíðu ÍA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum